Innlent

Sterk króna gerir tipp ódýrara

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Röðin nú er átta krónum ódýrari en hún var árið 2013.
Röðin nú er átta krónum ódýrari en hún var árið 2013. vísir/vilhelm
Styrking krónunnar hefur í för með sér að ódýrara er að veðja á íþróttaleiki. Röðin á Lengjunni kostar nú 11 krónur en var tæplega tvöfalt dýrari fyrir fjórum árum.

Verðið er ákveðið með reglugerð dómsmálaráðherra. Árin fyrir hrun var röðin í rúmum tíu krónum en hækkaði jafnt og þétt í ráðherratíð Ögmundar Jónassonar. Hæst fór röðin í 19 krónur í upphafi árs 2013.

Í svari dómsmálaráðuneytis við fyrirspurn blaðsins segir að verð raðarinnar sé ekki pólitísk ákvörðun. Sterkara gengi þýði ódýrari röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×