Seinka hóteli á Sjallareitnum út af styrkingu krónunnar Haraldur Guðmundsson skrifar 22. júní 2017 07:00 Útlit er fyrir að hótelið á Akureyri verði ekki opnað ekki fyrr en fjórum til fimm árum eftir að Íslandshótel keyptu lóðina. Nordicphotos/Getty Stjórnendur Íslandshótela hafa ákveðið að seinka opnun nýs hótels á Sjallareitnum á Akureyri. Framkvæmdastjóri hótelkeðjunnar segir forsendur hafa breyst með styrkingu krónunnar og að útlit sé fyrir að bókanir verði færri en fyrstu áætlanir fyrirtækisins gerðu ráð fyrir. „Við horfum nú til þess að hótelið á Sjallareitnum verði opnað 2020 eða 2021 og þá myndu framkvæmdir hefjast mögulega á næsta ári. Þar er allt meira og minna tilbúið og það er nánast búið að fullhanna hótelið og samþykki bæjaryfirvalda á lokastigi og við gætum í raun og veru hafið framkvæmdir mjög fljótlega,“ segir Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela. Dótturfélag hótelkeðjunnar, Norðureignir, keypti Sjallann á Akureyri og nálægar byggingar í lok júlí í fyrra. Til stendur að rífa skemmtistaðinn og byggja 113 herbergja hótel undir nafni Fosshótela. Upphafleg áform gerðu ráð fyrir opnun á næsta ári. Í tilkynningu fyrirtækisins í janúar var vísað í spár um 20 prósenta fjölgun ferðamanna á þessu ári og bent á fjölgun gistinótta á Norðurlandi. Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela„Forsendur hafa breyst og þó við sjáum ekki fækkun ferðamanna til landsins þá eru þeir að velja og hafna hvert þeir fara og hversu löngum tíma þeir eyða hérna. Við finnum strax að það er að hægja á svæðum sem eru ekki í alfaraleið og Akureyri á fyrir undir högg að sækja yfir vetrarmánuðina. Við ætlum því ekki að setja þetta verkefni í forgang.“ Davíð segir að áform um stækkun Grand Hótels á Blómavalsreitnum svokallaða og nýtt hótel við Lækjargötu hafi ekki breyst. Í báðum tilvikum eigi framkvæmdir að hefjast á undan hótelinu á Akureyri. Íslandshótel reka fimmtán hótel á landsbyggðinni. „Suðurlandið og austur á Höfn í Hornafirði hefur gengið vel og þar erum við með góða nýtingu og góða aukningu milli ára en það eru helst Vestfirðir, Austfirðir og svo Norðurlandið, þar sem við finnum að er örlítið þyngri róður. Við sjáum þó ekki samdrátt eins og í fréttum þar sem fólk er að lenda í 30-40 prósenta samdrætti,“ segir Davíð og vísar í forsíðufrétt Fréttablaðsins á föstudag þar sem hótelstjórar á Vestfjörðum lýstu mikilli fækkun ferðamanna. „Við erum ekki að sjá þessa aukningu sem við vorum búin að áætla á þessum svæðum og þetta verður enn þyngra ef þessi virðisaukaskattur kemur á ferðaþjónustuna og menn þurfa að velja og hafna hvar ný hótel verða byggð.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Stjórnendur Íslandshótela hafa ákveðið að seinka opnun nýs hótels á Sjallareitnum á Akureyri. Framkvæmdastjóri hótelkeðjunnar segir forsendur hafa breyst með styrkingu krónunnar og að útlit sé fyrir að bókanir verði færri en fyrstu áætlanir fyrirtækisins gerðu ráð fyrir. „Við horfum nú til þess að hótelið á Sjallareitnum verði opnað 2020 eða 2021 og þá myndu framkvæmdir hefjast mögulega á næsta ári. Þar er allt meira og minna tilbúið og það er nánast búið að fullhanna hótelið og samþykki bæjaryfirvalda á lokastigi og við gætum í raun og veru hafið framkvæmdir mjög fljótlega,“ segir Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela. Dótturfélag hótelkeðjunnar, Norðureignir, keypti Sjallann á Akureyri og nálægar byggingar í lok júlí í fyrra. Til stendur að rífa skemmtistaðinn og byggja 113 herbergja hótel undir nafni Fosshótela. Upphafleg áform gerðu ráð fyrir opnun á næsta ári. Í tilkynningu fyrirtækisins í janúar var vísað í spár um 20 prósenta fjölgun ferðamanna á þessu ári og bent á fjölgun gistinótta á Norðurlandi. Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela„Forsendur hafa breyst og þó við sjáum ekki fækkun ferðamanna til landsins þá eru þeir að velja og hafna hvert þeir fara og hversu löngum tíma þeir eyða hérna. Við finnum strax að það er að hægja á svæðum sem eru ekki í alfaraleið og Akureyri á fyrir undir högg að sækja yfir vetrarmánuðina. Við ætlum því ekki að setja þetta verkefni í forgang.“ Davíð segir að áform um stækkun Grand Hótels á Blómavalsreitnum svokallaða og nýtt hótel við Lækjargötu hafi ekki breyst. Í báðum tilvikum eigi framkvæmdir að hefjast á undan hótelinu á Akureyri. Íslandshótel reka fimmtán hótel á landsbyggðinni. „Suðurlandið og austur á Höfn í Hornafirði hefur gengið vel og þar erum við með góða nýtingu og góða aukningu milli ára en það eru helst Vestfirðir, Austfirðir og svo Norðurlandið, þar sem við finnum að er örlítið þyngri róður. Við sjáum þó ekki samdrátt eins og í fréttum þar sem fólk er að lenda í 30-40 prósenta samdrætti,“ segir Davíð og vísar í forsíðufrétt Fréttablaðsins á föstudag þar sem hótelstjórar á Vestfjörðum lýstu mikilli fækkun ferðamanna. „Við erum ekki að sjá þessa aukningu sem við vorum búin að áætla á þessum svæðum og þetta verður enn þyngra ef þessi virðisaukaskattur kemur á ferðaþjónustuna og menn þurfa að velja og hafna hvar ný hótel verða byggð.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira