Enski boltinn

Legia Varsjá og Maccabi Tel Aviv vilja fá Aron Einar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron Einar gæti verið á förum frá Cardiff.
Aron Einar gæti verið á förum frá Cardiff. vísir/eyþór
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson hefur bæði verið orðaður við Maccabi Tel Aviv og Legia Varsjá í dag.

Samkvæmt pólskum fjölmiðlum er umboðsmaður Arons Einars staddur í Varsjá til að ræða við forráðamenn Lega Varsjá um kaup á landsliðsfyrirliðanum.

Fótbolti.net hefur eftir fréttamanni í Varsjá að heimildirnar séu mjög áreiðanlegar.

Maccabi Tel Aviv, sem Viðar Örn Kjartansson leikur með, hefur einnig mikinn áhuga á Aroni Einari. Samkvæmt ísraelskum fjölmiðlum þyrfti Maccabi að borga Cardiff rúmar 2,6 milljónir punda fyrir Akureyringinn.

Aron Einar á eitt ár eftir af samningi sínum við Cardiff. Hann gekk í raðir velska liðsins frá Coventry City árið 2011 og hefur verið lengst allra í leikmannahópi Cardiff hjá félaginu.

Aron Einar átti frábært tímabil með Cardiff í vetur og var valinn leikmaður ársins hjá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×