Erlent

Trump ekki væntanlegur til Bretlands næstu tvö árin

Sæunn Gísladóttir skrifar
Donald Trump, bandaríkjaforseti, stefndi að opinberri heimsókn til Bretlands í sumar.
Donald Trump, bandaríkjaforseti, stefndi að opinberri heimsókn til Bretlands í sumar. Vísir/AFP
Breska ríkisstjórnin mun ekki bjóða Donald Trump Bandaríkjaforseta velkominn í opinbera heimsókn í að minnsta kosti tvö ár.

Business Insider greinir frá því að Trump stefndi áður að því að koma til Bretlands í sumar en frestaði ferð sinni til haustsins vegna slæmra viðbragða hjá breskum almenningi við komu hans.

Nú virðist þó sem hann sé ekki væntanlegur þar sem Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, nefndi komu hans ekki í Drottningaræðu sinni í gær þar sem hún fór yfir áætlanir ríkisstjórnarinnar næstu tvö árin.

Eina opinbera heimsóknin sem var nefnd í ræðunni var heimsókn Spánarkonungs og drottningar hans í júlí.

Talið er líklegt að Trump hafi ekki áhuga á að koma til Bretlands á meðan líkur eru á að boðað yrði til mótmæla gegn honum á meðan hann væri í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×