Erlent

Navalny meinað að bjóða sig fram gegn Pútín

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Alexei Navalny mætti fyrir rétt í síðustu viku
Alexei Navalny mætti fyrir rétt í síðustu viku Vísir/AFP
Alexei Navalny, einn helsti leiðtogi stjórnarandstæðinga í Rússlandi, hefur verið meinað að bjóða sig fram í forsetakosningunum sem fram fara þar í landi í desember. Er það vegna þess að hann var dæmdur fyrir fjárdrátt í febrúar síðastliðnum. 

Navalny tilheyrir Framfaraflokknum sem leggur áherslu á að útrýma spillingu í landinu. Navalny hefur undanfarna mánuði skipulagt mótmæli á landsvísu gegn spillingu og flokki Pútíns, Sameinaðs Rússlands. Á leið sinni á slík mótmæli var hann handtekinn og síðar dæmdur í þrjátíu daga fangelsi. Yfir átta hundruð manns voru handteknir í slíkum mótmælum í Moskvu og um fimm hundruð í Pétursborg.

Navalny hefur haldið því fram frá því að hann var kærður að ástæða þess að hann hafi verið handtekinn væri til að hann gæti ekki boðið sig fram í kosningunum.

Pútín tók fyrst við embætti forseta á gamlársdag árið 1999.


Tengdar fréttir

Yfir þúsund mótmælendur handteknir á þjóðhátíðardegi

"Pútín, þjófur!“ og "Rússland mun verða frjálst á ný!“ voru meðal slagorða sem mótmælendur kölluðu á götum Rússlands í gær. Mótmælin fóru fram í leyfisleysi og réðust óeirðalögreglumenn gegn mótmælendum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×