Hlutfall reiðufjár í umferð hér með því minnsta sem þekkist Jóhann Óli Eiðsson skrifar 24. júní 2017 07:00 Hugmynd sem fjármálaráherra kynnti um að taka stóra peningaseðla úr umferð mætti andstöðu. VÍSIR/VILHELM Alls eru tæplega 50 milljarðar af 5 og 10 þúsund króna seðlum í umferð hér á landi. Það eru tæplega 87 prósent af öllum seðlum í umferð og tæp 82 prósent af öllu reiðufé í umferð hér á landi. Starfshópar á vegum fjármálaráðuneytisins skiluðu í fyrradag skýrslum með ábendingum og leiðum til að koma í veg fyrir skattsvik. Meðal hugmynda í skýrslunum var að hætta notkun 5 og 10 þúsund króna seðla og fjölga minni seðlum á móti. Þá var einnig lagt til að Seðlabankinn, eða annar opinber aðili, kæmi til með að sjá um útgáfu greiðslukorta. Hlutfall reiðufjár í umferð er oft metið sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Hlutfallið hér á landi hefur yfirleitt verið frekar lágt en aldarfjórðunginn fyrir hrun var það til að mynda yfirleitt í kringum eitt prósent. Eftir að hrunið skall á var það aukið og hefur að undanförnu verið 2,25 prósent. Hlutfallið er með því lægsta sem þekkist en það er til að mynda um níu prósent á Evrusvæðinu, um sjö prósent í Bandaríkjunum og fjögur prósent á Bretlandseyjum. Þegar niðurstöður starfshópanna voru kynntar sagði Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, að verið væri að „lýsa bókstaflega yfir stríði“ gegn skattsvikum. Fulltrúa frá Seðlabanka Íslands var ekki að finna í nefndinni. Óhætt er að segja að tillögurnar sem lutu að reiðufénu hafi fallið í grýttan jarðveg. Gagnrýni fólks var af misjöfnum toga. Sumir töldu tillögurnar skerða frelsi, aðrir litu til persónuverndarsjónarmiða og enn aðrir höfðu áhyggjur af eldri frændum og frænkum í fermingarveislum framtíðarinnar. Í raun var jarðvegurinn svo grýttur að ráðherrann var gerður afturreka með hugmyndirnar. Birti hann pistil þess efnis í gær og sagði þjóðina ekki tilbúna í slíkar aðgerðir. Gagnrýnina var ekki síst að finna úr röðum annars stjórnarflokks, Sjálfstæðisflokksins. Hluti þeirra sem voru andvígir hugmyndinni benti á reynslu Indverja en fyrir hálfu ári tóku stjórnvöld 500 og 1.000 rúpía seðla fyrirvaralaust úr umferð. Aðgerðin skapaði mikinn glundroða í samfélaginu og lamaði efnahagskerfið um skeið. Ólíkt er hins vegar að sambærileg aðgerð hér á landi myndi hafa svipuð áhrif. Áætlað er að um 90 prósent viðskipta Indverja séu gerð með reiðufé en talan hér á landi er innan við tíu prósent. Sé litið til nágrannalanda okkar, eða þeirra landa sem Íslendingar skipta einna oftast við, má sjá að í flestum þeirra er stærsti seðillinn ekki langt frá því að vera sambærilegur íslenska Jónasinum um þessar mundir. Evrusvæðið og Sviss bjóða síðan upp á seðla sem eru umtalsvert verðmeiri. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þingmaður segir forræðishyggju að taka seðlana úr umferð Seðlabankinn átti ekki fulltrúa í nefnd um að setja skorður við notkun reiðufjár. Samkvæmt lögum hefur bankinn það hlutverk að ákveða hvaða seðlar eru í umferð. Þingmaður gagnrýnir skort á samráði. 23. júní 2017 09:00 Benedikt dregur í land með afnám seðlanna Fjármálaráðherra segir þjóðina ekki tilbúna í slíkar aðgerðir. 23. júní 2017 11:02 Fjármálaráðherra segir mikilvægt að sameinast gegn skattsvikum Benedikt Jóhannesson telur að hægt sé að ná árangri í baráttunni við kennitöluflakk enda samstaða um þau mál milli aðila vinnumarkaðrins og almennings. 23. júní 2017 18:31 Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Sjá meira
Alls eru tæplega 50 milljarðar af 5 og 10 þúsund króna seðlum í umferð hér á landi. Það eru tæplega 87 prósent af öllum seðlum í umferð og tæp 82 prósent af öllu reiðufé í umferð hér á landi. Starfshópar á vegum fjármálaráðuneytisins skiluðu í fyrradag skýrslum með ábendingum og leiðum til að koma í veg fyrir skattsvik. Meðal hugmynda í skýrslunum var að hætta notkun 5 og 10 þúsund króna seðla og fjölga minni seðlum á móti. Þá var einnig lagt til að Seðlabankinn, eða annar opinber aðili, kæmi til með að sjá um útgáfu greiðslukorta. Hlutfall reiðufjár í umferð er oft metið sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Hlutfallið hér á landi hefur yfirleitt verið frekar lágt en aldarfjórðunginn fyrir hrun var það til að mynda yfirleitt í kringum eitt prósent. Eftir að hrunið skall á var það aukið og hefur að undanförnu verið 2,25 prósent. Hlutfallið er með því lægsta sem þekkist en það er til að mynda um níu prósent á Evrusvæðinu, um sjö prósent í Bandaríkjunum og fjögur prósent á Bretlandseyjum. Þegar niðurstöður starfshópanna voru kynntar sagði Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, að verið væri að „lýsa bókstaflega yfir stríði“ gegn skattsvikum. Fulltrúa frá Seðlabanka Íslands var ekki að finna í nefndinni. Óhætt er að segja að tillögurnar sem lutu að reiðufénu hafi fallið í grýttan jarðveg. Gagnrýni fólks var af misjöfnum toga. Sumir töldu tillögurnar skerða frelsi, aðrir litu til persónuverndarsjónarmiða og enn aðrir höfðu áhyggjur af eldri frændum og frænkum í fermingarveislum framtíðarinnar. Í raun var jarðvegurinn svo grýttur að ráðherrann var gerður afturreka með hugmyndirnar. Birti hann pistil þess efnis í gær og sagði þjóðina ekki tilbúna í slíkar aðgerðir. Gagnrýnina var ekki síst að finna úr röðum annars stjórnarflokks, Sjálfstæðisflokksins. Hluti þeirra sem voru andvígir hugmyndinni benti á reynslu Indverja en fyrir hálfu ári tóku stjórnvöld 500 og 1.000 rúpía seðla fyrirvaralaust úr umferð. Aðgerðin skapaði mikinn glundroða í samfélaginu og lamaði efnahagskerfið um skeið. Ólíkt er hins vegar að sambærileg aðgerð hér á landi myndi hafa svipuð áhrif. Áætlað er að um 90 prósent viðskipta Indverja séu gerð með reiðufé en talan hér á landi er innan við tíu prósent. Sé litið til nágrannalanda okkar, eða þeirra landa sem Íslendingar skipta einna oftast við, má sjá að í flestum þeirra er stærsti seðillinn ekki langt frá því að vera sambærilegur íslenska Jónasinum um þessar mundir. Evrusvæðið og Sviss bjóða síðan upp á seðla sem eru umtalsvert verðmeiri.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þingmaður segir forræðishyggju að taka seðlana úr umferð Seðlabankinn átti ekki fulltrúa í nefnd um að setja skorður við notkun reiðufjár. Samkvæmt lögum hefur bankinn það hlutverk að ákveða hvaða seðlar eru í umferð. Þingmaður gagnrýnir skort á samráði. 23. júní 2017 09:00 Benedikt dregur í land með afnám seðlanna Fjármálaráðherra segir þjóðina ekki tilbúna í slíkar aðgerðir. 23. júní 2017 11:02 Fjármálaráðherra segir mikilvægt að sameinast gegn skattsvikum Benedikt Jóhannesson telur að hægt sé að ná árangri í baráttunni við kennitöluflakk enda samstaða um þau mál milli aðila vinnumarkaðrins og almennings. 23. júní 2017 18:31 Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Sjá meira
Þingmaður segir forræðishyggju að taka seðlana úr umferð Seðlabankinn átti ekki fulltrúa í nefnd um að setja skorður við notkun reiðufjár. Samkvæmt lögum hefur bankinn það hlutverk að ákveða hvaða seðlar eru í umferð. Þingmaður gagnrýnir skort á samráði. 23. júní 2017 09:00
Benedikt dregur í land með afnám seðlanna Fjármálaráðherra segir þjóðina ekki tilbúna í slíkar aðgerðir. 23. júní 2017 11:02
Fjármálaráðherra segir mikilvægt að sameinast gegn skattsvikum Benedikt Jóhannesson telur að hægt sé að ná árangri í baráttunni við kennitöluflakk enda samstaða um þau mál milli aðila vinnumarkaðrins og almennings. 23. júní 2017 18:31
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent