Segir engan mun á upplifun notenda í ADSL og ljósleiðara í bréfi til Póst- og fjar Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. júní 2017 19:00 Framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur sem rekur ljósleiðaraþjónustu heldur því fram í svarbréfi til Póst- og fjarskiptastofnunar að notendur verði ekki varið við neinn mun á fjarskiptaþjónustu um koparheimtaug (ADSL) og ljósleiðaraheimtaug. Þetta er á skjön við yfirlýsingar framkvæmdastjórans opinberlega og auglýsingar Gagnaveitunnar. Gagnaveita Reykjavíkur hefur byggt upp ljósleiðarakerfi fyrir á þriðja tug milljarða króna frá aldamótum til þessa dags. Fyrirtækið, sem er dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, varð til á grunni Línu.nets á sínum tíma. Undanfarin misseri hefur Síminn gert tilraunir til þess að kaupa aðgang að ljósleiðarakerfi Gagnaveitunnar. Stjórnendur Símans telja að Gagnaveitan hafi sett óaðgengileg skilyrði fyrir slíkum kaupum. Meðal annars óskaði Gagnaveitan eftir skuldbindingu Símans um tugþúsunda heimila lágmarksfjölda og að keypt væri heildarfjarskiptaþjónusta af Gagnaveitunni í stað þess ljósleiðaraaðgangs sem óskað var eftir. Síminn beindi erindi til Póst- og fjarskiptastofnunar hinn 6. janúar á þessu ári þar sem fyrirtækið krafðist þess meðal annars að stofnunin skyldaði Gagnaveituna til að veita Símanum svokallaðan „passívan aðgang" að ljósleiðaraneti Gagnaveitunnar í þeim sveitarfélögum þar sem uppbyggingin á sér stað. Í þessu felst heildsöluaðgangur að heimtaugum í tengistöðvum og að Síminn gæti keypt aðgang að ljósleiðaraheimtaugum Gagnaveitunnar án virks búnaðar frá fyrirtækinu.Notendur sjá ekki mun „svo nokkru nemi“ Erling Freyr Guðmundsson framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur sendi svarbréf fyrir hönd fyrirtækisins til Póst- og fjarskiptastofnunar hinn 13. mars síðastliðinn. Fréttastofan hefur bréfið undir höndum en þar segir meðal annars: „Ekki hafa orðið þær breytingar á eftirspurn í þjónustu sem notendur kalla eftir þannig að ADSL og VDSL nái ekki að veita þá þjónustu til móts við ljósleiðara. Ljóst er þó hvert stefnir í þeim efnum en að öllum líkindum hefur þeim þröskuldi ekki enn verið náð að xDSL sé ekki lengur samkeppnisfært í hraða við ljósleiðara. Að mati GR er xDSL tækni enn með þeim hætti að notendur geta m.a. horft á IPTV í háskerpu og tekið niður netþjónustu af öðru tagi án þess að verða þess varir hvort þjónustan komi yfir kopar eða ljósleiðara svo nokkru nemi.“ Þetta gengur í berhögg við yfirlýsingar framkvæmdastjórans opinberlega og er á skjön við auglýsingar Gagnaveitunnar sem eiga að sýna yfirburði nettengingar yfir ljósleiðara. Í auglýsingu Gagnaveitunnar útskýrði stúlka fyrir föður sínum muninn á hraða ljósleiðarans og annars konar tengingar með því að hella vatni úr glasi og hins vegar hella vatni úr flösku með grönnum flöskuhálsi. Auglýsingin var tekin úr umferð því Neytendastofa taldi hana brjóta gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Í viðtali við Markaðinn, fylgiblað Fréttablaðsins, 5. október á síðasta ári sagði Erling um ljósleiðarann: „Notendur finna mikinn mun á hraða og snerpu, þó venjulegt heimili taki ekki til sín mikið af gögnum.“Hvers vegna segir þú í bréfi til PFS að notendur verði ekki varir svo „nokkru nemi“ á mismuni á fjarskiptaþjónustu um kopar og ljósleiðaraheimtaug þegar þú hefur sagt annað í fjölmiðlum og Gagnaveitan hefur haldið öðru fram í auglýsingum? „Þessar tvær vörur (ADSL og ljósleiðari innsk.blm) eru á sama markaði hér á landi og í Evrópu. Þessi samanburður snýst ekki um flutningsgetuna. Ef þú horfir á ljósleiðarann þá er samanburður á hraða alltaf ljósleiðaranum í hag,“ segir Erling aðspurður um þessar misvísandi yfirlýsingar opinberlega og í svarbréfi til Póst- og fjarskiptastofnunar. Fellst þú ekki á að þetta sé á skjön við það sem fyrirtækið er að halda fram opinberlega? „Við erum að vitna í samanburð á markaði. Þetta er sami markaður sem þessar tvær vörur eru á. Það er ekki verið tala um samanburð á flutningsgetu. Til dæmis hefur flutningshraði ljósleiðarans hjá okkur á síðustu tíu árum tuttugufaldast.“Þú segir efnislega í svarbréfinu að notandinn verði ekki var við muninn á þessari tækni. Er það ekki á skjön við það sem fyrirtækið hefur haldið fram opinberlega? „Þú ert að vitna í markaði. Ég held að báðar þessar vörur geti horft á sjónvarp í dag. Ég held því áfram fram að ljósleiðarinn er vara sem hefur meiri hraða á interneti. Þarna ert þú að vitna í samanburð á mörkuðum.“Hvað áttu við þegar þú segir að notandinn verði þess ekki var hvort þjónustan komi yfir kopar eða ljósleiðara? „Þegar þú ert að horfa á sjónvarpið þá sérðu ekki mun á sjónvarpinu hvort það komi yfir ljósleiðara eða aðrar tegundir grunneta eins og ég nefndi í þessu samhengi,“ segir Erling Freyr Guðmundsson framkvæmdastjóri Gagnaveitunnar. Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur sem rekur ljósleiðaraþjónustu heldur því fram í svarbréfi til Póst- og fjarskiptastofnunar að notendur verði ekki varið við neinn mun á fjarskiptaþjónustu um koparheimtaug (ADSL) og ljósleiðaraheimtaug. Þetta er á skjön við yfirlýsingar framkvæmdastjórans opinberlega og auglýsingar Gagnaveitunnar. Gagnaveita Reykjavíkur hefur byggt upp ljósleiðarakerfi fyrir á þriðja tug milljarða króna frá aldamótum til þessa dags. Fyrirtækið, sem er dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, varð til á grunni Línu.nets á sínum tíma. Undanfarin misseri hefur Síminn gert tilraunir til þess að kaupa aðgang að ljósleiðarakerfi Gagnaveitunnar. Stjórnendur Símans telja að Gagnaveitan hafi sett óaðgengileg skilyrði fyrir slíkum kaupum. Meðal annars óskaði Gagnaveitan eftir skuldbindingu Símans um tugþúsunda heimila lágmarksfjölda og að keypt væri heildarfjarskiptaþjónusta af Gagnaveitunni í stað þess ljósleiðaraaðgangs sem óskað var eftir. Síminn beindi erindi til Póst- og fjarskiptastofnunar hinn 6. janúar á þessu ári þar sem fyrirtækið krafðist þess meðal annars að stofnunin skyldaði Gagnaveituna til að veita Símanum svokallaðan „passívan aðgang" að ljósleiðaraneti Gagnaveitunnar í þeim sveitarfélögum þar sem uppbyggingin á sér stað. Í þessu felst heildsöluaðgangur að heimtaugum í tengistöðvum og að Síminn gæti keypt aðgang að ljósleiðaraheimtaugum Gagnaveitunnar án virks búnaðar frá fyrirtækinu.Notendur sjá ekki mun „svo nokkru nemi“ Erling Freyr Guðmundsson framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur sendi svarbréf fyrir hönd fyrirtækisins til Póst- og fjarskiptastofnunar hinn 13. mars síðastliðinn. Fréttastofan hefur bréfið undir höndum en þar segir meðal annars: „Ekki hafa orðið þær breytingar á eftirspurn í þjónustu sem notendur kalla eftir þannig að ADSL og VDSL nái ekki að veita þá þjónustu til móts við ljósleiðara. Ljóst er þó hvert stefnir í þeim efnum en að öllum líkindum hefur þeim þröskuldi ekki enn verið náð að xDSL sé ekki lengur samkeppnisfært í hraða við ljósleiðara. Að mati GR er xDSL tækni enn með þeim hætti að notendur geta m.a. horft á IPTV í háskerpu og tekið niður netþjónustu af öðru tagi án þess að verða þess varir hvort þjónustan komi yfir kopar eða ljósleiðara svo nokkru nemi.“ Þetta gengur í berhögg við yfirlýsingar framkvæmdastjórans opinberlega og er á skjön við auglýsingar Gagnaveitunnar sem eiga að sýna yfirburði nettengingar yfir ljósleiðara. Í auglýsingu Gagnaveitunnar útskýrði stúlka fyrir föður sínum muninn á hraða ljósleiðarans og annars konar tengingar með því að hella vatni úr glasi og hins vegar hella vatni úr flösku með grönnum flöskuhálsi. Auglýsingin var tekin úr umferð því Neytendastofa taldi hana brjóta gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Í viðtali við Markaðinn, fylgiblað Fréttablaðsins, 5. október á síðasta ári sagði Erling um ljósleiðarann: „Notendur finna mikinn mun á hraða og snerpu, þó venjulegt heimili taki ekki til sín mikið af gögnum.“Hvers vegna segir þú í bréfi til PFS að notendur verði ekki varir svo „nokkru nemi“ á mismuni á fjarskiptaþjónustu um kopar og ljósleiðaraheimtaug þegar þú hefur sagt annað í fjölmiðlum og Gagnaveitan hefur haldið öðru fram í auglýsingum? „Þessar tvær vörur (ADSL og ljósleiðari innsk.blm) eru á sama markaði hér á landi og í Evrópu. Þessi samanburður snýst ekki um flutningsgetuna. Ef þú horfir á ljósleiðarann þá er samanburður á hraða alltaf ljósleiðaranum í hag,“ segir Erling aðspurður um þessar misvísandi yfirlýsingar opinberlega og í svarbréfi til Póst- og fjarskiptastofnunar. Fellst þú ekki á að þetta sé á skjön við það sem fyrirtækið er að halda fram opinberlega? „Við erum að vitna í samanburð á markaði. Þetta er sami markaður sem þessar tvær vörur eru á. Það er ekki verið tala um samanburð á flutningsgetu. Til dæmis hefur flutningshraði ljósleiðarans hjá okkur á síðustu tíu árum tuttugufaldast.“Þú segir efnislega í svarbréfinu að notandinn verði ekki var við muninn á þessari tækni. Er það ekki á skjön við það sem fyrirtækið hefur haldið fram opinberlega? „Þú ert að vitna í markaði. Ég held að báðar þessar vörur geti horft á sjónvarp í dag. Ég held því áfram fram að ljósleiðarinn er vara sem hefur meiri hraða á interneti. Þarna ert þú að vitna í samanburð á mörkuðum.“Hvað áttu við þegar þú segir að notandinn verði þess ekki var hvort þjónustan komi yfir kopar eða ljósleiðara? „Þegar þú ert að horfa á sjónvarpið þá sérðu ekki mun á sjónvarpinu hvort það komi yfir ljósleiðara eða aðrar tegundir grunneta eins og ég nefndi í þessu samhengi,“ segir Erling Freyr Guðmundsson framkvæmdastjóri Gagnaveitunnar.
Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira