Erlent

Glæpagengi í Árósum ógna öryggi almennings

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Glæpagengin eiga í stríði sín á milli og berjast um yfirráðasvæðin.
Glæpagengin eiga í stríði sín á milli og berjast um yfirráðasvæðin. Vísir/Getty
Átök á milli glæpagengja hafa versnað í vesturhluta Árósa undanfarið. Í gær átti sér stað skotárás í borginni seinni hluta dags og haft er eftir vitni að skotið hafi verið þremur til fjórum skotum úr byssu. Enginn slasaðist. Lögreglan hefur þó óskað eftir liðsauka frá lögreglunni í Christiansborg til að berjast gegn ástandinu. Danska ríkisútvarpið greinir frá.

Lögreglan í Árósum segir þetta vera hluta af átökum á milli glæpagengja í borginni. Stríð glæpagengjanna má rekja til þess að glæpaklíka frá Kaupmannahöfn, Loyal to Familia, er að reyna að ná fótfestu í Árósum. Hún hefur verið þar í borg síðan í lok maí og hafa átökin versnað dag frá degi síðan.

Ástandið í borginni er fremur slæmt að sögn lögreglu og talið er að nánast daglega séu gerðar morðtilraunir. Þetta veldur almennum borgurum miklum óþægindum enda um mikið áreiti að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×