Erlent

Baráttuganga hinsegin fólks í Tyrklandi leyst upp

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Tyrkneska lögreglan við Taksim torgið í Istanbúl.
Tyrkneska lögreglan við Taksim torgið í Istanbúl. visir/epa
Lögregluyfirvöld í Tyrklandi stöðvuðu í dag baráttugöngu hinsegin fólks sem fram átti að fara í Istanbúl. Er þetta þriðja árið í röð sem yfirvöld þar í landi banna gönguna. BBC greinir frá.

Skipuleggjendur göngunnar sendu út tilkynningu í kjölfar bannsins þar sem þau sögðust ekki vera hrædd og að þau myndu ekki breytast sökum þessa banns. „Þú ert hræddur, þú munt breytast og þú munt venjast þessu. Við erum hérna til að sýna að við munum berjast fyrir fyrir okkar stolti.“

Ekki tókst þeim þó að halda gönguna en fjölmennt lið vopnaðrar lögreglu og vatnsdælubílar girtu fyrir Istiklal götuna þar sem gangan átti að hefjast.

Lögreglan beitti gúmmíkúlum og leysti upp hópinn en rúmlega 10 manns voru færðir í fangaklefa.

Þess ber að geta að samkynhneigð er ekki ólögleg í Tyrklandi en fordómar í garð hinsegin fólks eru algengir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×