Viðskipti framkvæmdastjórans rædd á stjórnarfundi Kadeco Haraldur Guðmundsson skrifar 27. júní 2017 06:00 Kjartan Þór Eiríksson segir ráðningarsamning sinn ekki banna honum að eiga félög. Mynd/kadeco Stjórn Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, Kadeco, mun í dag funda með Kjartani Þór Eiríkssyni, framkvæmdastjóra félagsins, og óska eftir upplýsingum um fjárfestingar félags í helmingseigu hans í fasteignum á Ásbrú í Reykjanesbæ. Félög í eigu eða tengd viðskiptafélaga Kjartans hafa keypt þrjár fasteignir af Kadeco fyrir alls 150 milljónir króna. Sigurður Kári Kristjánsson, stjórnarformaður Kadeco, sem er alfarið í eigu íslenska ríkisins, segir að fjárfestingar einkahlutafélagsins Airport City á Ásbrú hafi fyrst komið til umræðu á stjórnarfundi fyrripart maí en málinu hafi þá verið frestað þangað til í dag. Kjartan á helmingshlut í Airport City sem hefur að hans sögn fjárfest í fasteignum sem voru áður í eigu Eignarhaldsfélagsins AV ehf. (EAV), sem keypti árið 2003 alls 40 prósenta hlut ríkisins í Íslenskum aðalverktökum (ÍAV). „Ég hafði áður upplýst stjórnarformann um þessi mál áður en kom að þeim fundi. Það eru engir hagsmunaárekstrar og umfangið sambærilegt því að borgarstjórinn í Reykjavík eigi fasteign innan borgarmarka,“ segir Kjartan. Airport City var stofnað í nóvember í fyrra af Kjartani og fjárfestinum Sverri Sverrissyni. Fréttavefurinn sudurnes.net hefur fjallað um félagið og greint frá því að Kjartan sé framkvæmdastjóri þess og að það hafi ekki átt í viðskiptum við Kadeco. Stjórn Kadeco, sem tók við fasteignum á gamla varnarliðssvæðinu við brottför hersins í október 2006, samþykkti í ársbyrjun 2016 55 milljóna króna kauptilboð Sverris Sverrissonar hf. í Skógarbraut 945, um 550 fermetra skrifstofuhúsnæði á Ásbrú. Sverrir er einnig hluthafi í félaginu G604 ehf. sem keypti fjölbýlishúsið Grænásbraut 604-606 á 60 milljónir. Um er að ræða 1.600 fermetra eign sem var afhent í febrúar síðastliðnum en tilboðið barst að sögn Kjartans í ársbyrjun 2016. Félag Sverris gerði þá einnig tilboð í fasteignina Keilisbraut 755, sem Kadeco samþykkti, en Reykjanesbær nýtti í kjölfarið forkaupsrétt. Að lokum keypti Fasteignafélagið Þórshamar Funatröð 3 á 35 milljónir í árslok 2015. Sverrir var þá stjórnarformaður félagsins en iðnaðarhúsnæðið telur 1.300 fermetra og var skömmu síðar selt Bílaleigu Akureyrar. „Það er mikilvægt að skoða tímalínuna í þessu en þetta gerist allt áður en við stofnum til einhverra viðskipta saman. Við áttum engin tengsl fyrir þann tíma og hann [Sverrir] á hæstu boð í þessar eignir á þessum tíma og þetta eru eignir sem höfðu verið til sölu lengi og stóðu öllum til boða,“ segir Kjartan. „Það er ekkert í mínum ráðningarsamningi sem bannar mér að eiga slík félög en um leið og þessi mál eru komin í þann farveg að við erum að kaupa þessar eignir þá upplýsi ég um það þegar er útséð með að við erum að kaupa þær,“ segir Kjartan og svarar aðspurður að hann hafi greint stjórnarformanni Kadeco frá fjárfestingum Airport City á Ásbrú í byrjun sumars eða um hálfu ári eftir að félagið var stofnað. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Stjórn Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, Kadeco, mun í dag funda með Kjartani Þór Eiríkssyni, framkvæmdastjóra félagsins, og óska eftir upplýsingum um fjárfestingar félags í helmingseigu hans í fasteignum á Ásbrú í Reykjanesbæ. Félög í eigu eða tengd viðskiptafélaga Kjartans hafa keypt þrjár fasteignir af Kadeco fyrir alls 150 milljónir króna. Sigurður Kári Kristjánsson, stjórnarformaður Kadeco, sem er alfarið í eigu íslenska ríkisins, segir að fjárfestingar einkahlutafélagsins Airport City á Ásbrú hafi fyrst komið til umræðu á stjórnarfundi fyrripart maí en málinu hafi þá verið frestað þangað til í dag. Kjartan á helmingshlut í Airport City sem hefur að hans sögn fjárfest í fasteignum sem voru áður í eigu Eignarhaldsfélagsins AV ehf. (EAV), sem keypti árið 2003 alls 40 prósenta hlut ríkisins í Íslenskum aðalverktökum (ÍAV). „Ég hafði áður upplýst stjórnarformann um þessi mál áður en kom að þeim fundi. Það eru engir hagsmunaárekstrar og umfangið sambærilegt því að borgarstjórinn í Reykjavík eigi fasteign innan borgarmarka,“ segir Kjartan. Airport City var stofnað í nóvember í fyrra af Kjartani og fjárfestinum Sverri Sverrissyni. Fréttavefurinn sudurnes.net hefur fjallað um félagið og greint frá því að Kjartan sé framkvæmdastjóri þess og að það hafi ekki átt í viðskiptum við Kadeco. Stjórn Kadeco, sem tók við fasteignum á gamla varnarliðssvæðinu við brottför hersins í október 2006, samþykkti í ársbyrjun 2016 55 milljóna króna kauptilboð Sverris Sverrissonar hf. í Skógarbraut 945, um 550 fermetra skrifstofuhúsnæði á Ásbrú. Sverrir er einnig hluthafi í félaginu G604 ehf. sem keypti fjölbýlishúsið Grænásbraut 604-606 á 60 milljónir. Um er að ræða 1.600 fermetra eign sem var afhent í febrúar síðastliðnum en tilboðið barst að sögn Kjartans í ársbyrjun 2016. Félag Sverris gerði þá einnig tilboð í fasteignina Keilisbraut 755, sem Kadeco samþykkti, en Reykjanesbær nýtti í kjölfarið forkaupsrétt. Að lokum keypti Fasteignafélagið Þórshamar Funatröð 3 á 35 milljónir í árslok 2015. Sverrir var þá stjórnarformaður félagsins en iðnaðarhúsnæðið telur 1.300 fermetra og var skömmu síðar selt Bílaleigu Akureyrar. „Það er mikilvægt að skoða tímalínuna í þessu en þetta gerist allt áður en við stofnum til einhverra viðskipta saman. Við áttum engin tengsl fyrir þann tíma og hann [Sverrir] á hæstu boð í þessar eignir á þessum tíma og þetta eru eignir sem höfðu verið til sölu lengi og stóðu öllum til boða,“ segir Kjartan. „Það er ekkert í mínum ráðningarsamningi sem bannar mér að eiga slík félög en um leið og þessi mál eru komin í þann farveg að við erum að kaupa þessar eignir þá upplýsi ég um það þegar er útséð með að við erum að kaupa þær,“ segir Kjartan og svarar aðspurður að hann hafi greint stjórnarformanni Kadeco frá fjárfestingum Airport City á Ásbrú í byrjun sumars eða um hálfu ári eftir að félagið var stofnað.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira