Skoða áhrif árstíða á Íslandi á kvenhormón og tengsl við krabbamein hjá konum Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 27. júní 2017 23:30 Einnig verður skoðað áhrif hormóna á hjarta og æðakerfi kvenna. Vísir/Vilhelm Háskóli Íslands og Landspítalinn hafa farið á stað með rannsókn þar sem mishár hormónastyrkur tengdur tíðahring kvenna verður skoðaður með tilliti til árstíðabreytinga og breytinga á dagsbirtu. Virginia Vitzthum, prófessor í mannfræði við Háskólann í Indíana í Bandaríkjunum og starfandi vísindamaður við Kinsey Institute, segir þetta fyrstu rannsókn sinnar tegundar. Hún segir að kvenhormónin hafi mikil áhrif á heilsu kvenna, andlega sem og líkamlega.Á Íslandi eru sumardagarnir langir og vetrardagarnir stuttir. Þetta er talið hafa áhrif á framleiðslu melatóníns, sem hjálpar til við að byggja upp ónæmiskerfið og koma reglu á svefn fólks. Melatónín hefur einnig áhrif á æxlunarfæri dýra. Þetta hefur ekki enn verið skoðað hjá mannfólki og við höfum því hingað til ekki getað staðfest að þetta hafi svipuð áhrif á mannfólkið, en við teljum svo vera,“ segir Virginia í samtali við Vísi. Virginia er ein af þeim sem sér um rannsóknina og segir hana geta breytt miklu varðandi heilsu kvenna.VirginiaEykur líkur á krabbameini í brjóstum, legi og eggjastokkumAlla daga eru hormónin skoðuð og spurt er um andlega og líkamlega líðan hverrar konu, þreytan mæld og farið er yfir svefnmynstur. Mæling á svefnmynstri norrænna þjóða hefur aldrei verið skoðuð, fyrr en nú. Verið er að skoða hvort að langir dagar bæli niður virkni melatóníns og hækki þar með hormónastarfsemi kvenna og sömuleiðis hvort að vetrardagar hækki virkni melatónins og minnki hormónastarfsemina. Þeir hormónar sem sérstaklega verða skoðaðir eru hormónar sem koma frá eggjastokkum kvenna, prógesterón og estrógen. Hækkun þessara hormóna hækkar líkur á brjóstakrabbameini, krabbameini í legi og eggjastokkum. Lífstíll kvennanna er einnig skoðaður. Virginia segir að þess konar hormónahækkun megi til að mynda sjá hjá fólki sem sé í vinnu þar sem svefn sé óreglulegur og nefnir þar til að mynda flugmenn og flugþjóna.Skoða áhrif hormóna getnaðarvarna Rannsóknin hefur fengið mjög góðar viðtökur og nú þegar hafa yfir hundrað konur lýst yfir áhuga sínum á rannsókninni og margar hafa skráð sig. „Íslenskar konur hafa mikinn áhuga á að vita meira um sinn tíðahring og hormónastarfsemi, sem er annars konar en hjá öðrum konum í heiminum. Mikill munur er á hormónastarfsemi milli kvenna og þetta getur haft áhrif á það hvernig konur bregðast við hormóna getnaðarvörnum. Sumar konur fá miklar aukaverkanir á meðan aðrar fá engar aukaverkanir. Þetta er vegna þess að við gefum öllum konum hormóna getnaðarvarnir, sem eru byggðar á samskonar formúlum, líkt og allar konur séu með sömu hormónastarfsemina. Það skiptir máli að muna að mikill munur er á milli kvenna og því þurfa konur mismunandi hormóna getnaðarvarnir eftir því hvað hentar þeim,“ segir Virginia og leggur áherslu á að persónulegri lyfjagjöf gæti bætt líðan kvenna hvað varða getnaðarvarnir. Virginia segir að það ríki líka ákveðin goðsögn um tíðahring kvenna sem lítur að því að hann sé ávallt 28 dagar. Það sé hins vegar mismunandi á milli kvenna. Líkamar kvenna virki ekki eins og klukkur. „Samfélagið horfir á líkama kvenna í læknisfræðilegu ljósi. Við gerum þá að vélum sem þarf að laga þegar í rauninni þeir eru eðlilegir og náttúrulegir. Við þurfum því að fylgjast betur með einstaka líkama konunnar heldur en að láta konuna falla inn í fyrirfram mótað mót,“ segir Virginia.Rannsóknin er styrkt af Fulbright stofnuninni.Rannsóknin mun standa yfir í allt sumar.HÍ Heilbrigðismál Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Háskóli Íslands og Landspítalinn hafa farið á stað með rannsókn þar sem mishár hormónastyrkur tengdur tíðahring kvenna verður skoðaður með tilliti til árstíðabreytinga og breytinga á dagsbirtu. Virginia Vitzthum, prófessor í mannfræði við Háskólann í Indíana í Bandaríkjunum og starfandi vísindamaður við Kinsey Institute, segir þetta fyrstu rannsókn sinnar tegundar. Hún segir að kvenhormónin hafi mikil áhrif á heilsu kvenna, andlega sem og líkamlega.Á Íslandi eru sumardagarnir langir og vetrardagarnir stuttir. Þetta er talið hafa áhrif á framleiðslu melatóníns, sem hjálpar til við að byggja upp ónæmiskerfið og koma reglu á svefn fólks. Melatónín hefur einnig áhrif á æxlunarfæri dýra. Þetta hefur ekki enn verið skoðað hjá mannfólki og við höfum því hingað til ekki getað staðfest að þetta hafi svipuð áhrif á mannfólkið, en við teljum svo vera,“ segir Virginia í samtali við Vísi. Virginia er ein af þeim sem sér um rannsóknina og segir hana geta breytt miklu varðandi heilsu kvenna.VirginiaEykur líkur á krabbameini í brjóstum, legi og eggjastokkumAlla daga eru hormónin skoðuð og spurt er um andlega og líkamlega líðan hverrar konu, þreytan mæld og farið er yfir svefnmynstur. Mæling á svefnmynstri norrænna þjóða hefur aldrei verið skoðuð, fyrr en nú. Verið er að skoða hvort að langir dagar bæli niður virkni melatóníns og hækki þar með hormónastarfsemi kvenna og sömuleiðis hvort að vetrardagar hækki virkni melatónins og minnki hormónastarfsemina. Þeir hormónar sem sérstaklega verða skoðaðir eru hormónar sem koma frá eggjastokkum kvenna, prógesterón og estrógen. Hækkun þessara hormóna hækkar líkur á brjóstakrabbameini, krabbameini í legi og eggjastokkum. Lífstíll kvennanna er einnig skoðaður. Virginia segir að þess konar hormónahækkun megi til að mynda sjá hjá fólki sem sé í vinnu þar sem svefn sé óreglulegur og nefnir þar til að mynda flugmenn og flugþjóna.Skoða áhrif hormóna getnaðarvarna Rannsóknin hefur fengið mjög góðar viðtökur og nú þegar hafa yfir hundrað konur lýst yfir áhuga sínum á rannsókninni og margar hafa skráð sig. „Íslenskar konur hafa mikinn áhuga á að vita meira um sinn tíðahring og hormónastarfsemi, sem er annars konar en hjá öðrum konum í heiminum. Mikill munur er á hormónastarfsemi milli kvenna og þetta getur haft áhrif á það hvernig konur bregðast við hormóna getnaðarvörnum. Sumar konur fá miklar aukaverkanir á meðan aðrar fá engar aukaverkanir. Þetta er vegna þess að við gefum öllum konum hormóna getnaðarvarnir, sem eru byggðar á samskonar formúlum, líkt og allar konur séu með sömu hormónastarfsemina. Það skiptir máli að muna að mikill munur er á milli kvenna og því þurfa konur mismunandi hormóna getnaðarvarnir eftir því hvað hentar þeim,“ segir Virginia og leggur áherslu á að persónulegri lyfjagjöf gæti bætt líðan kvenna hvað varða getnaðarvarnir. Virginia segir að það ríki líka ákveðin goðsögn um tíðahring kvenna sem lítur að því að hann sé ávallt 28 dagar. Það sé hins vegar mismunandi á milli kvenna. Líkamar kvenna virki ekki eins og klukkur. „Samfélagið horfir á líkama kvenna í læknisfræðilegu ljósi. Við gerum þá að vélum sem þarf að laga þegar í rauninni þeir eru eðlilegir og náttúrulegir. Við þurfum því að fylgjast betur með einstaka líkama konunnar heldur en að láta konuna falla inn í fyrirfram mótað mót,“ segir Virginia.Rannsóknin er styrkt af Fulbright stofnuninni.Rannsóknin mun standa yfir í allt sumar.HÍ
Heilbrigðismál Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira