Enski boltinn

„Van Dijk er ekki 60 milljóna punda virði“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Van Dijk er líklega á förum frá Southampton.
Van Dijk er líklega á förum frá Southampton. vísir/getty
Hollenski miðvörðurinn Virgil van Dijk er ekki 60 milljóna punda virði. Þetta segir Steve Nicol, fyrrverandi leikmaður Liverpool.

Van Dijk er áfram sterklega orðaður við Liverpool þrátt fyrir að félagið virtist hafa hætt við að hann fá hann og beðið Southampton afsökunar vegna samskiptanna við leikmanninn.

Nicol, sem varð fimm sinnum enskur meistari með Liverpool, er efins um að Van Dijk sé nógu góður fyrir Liverpool og finnst 60 milljónir punda of hátt verð fyrir Hollendinginn.

„Ég vona að kaupverðið sé ekki 60 milljónir punda því ég held að hann sé ekki þess virði,“ sagði Nicol.

„Liverpool þarf miðvörð, hvort svo sem kaupverðið er rétt eða ekki. Hann er góður leikmaður en spurningin er hvort hann geti staðið sig hjá Liverpool? Hann gerði það hjá Southampton en getur hann gert það hjá einu af stóru félögunum? Ég veit það ekki,“ bætti Nicol við.

Van Dijk kom til Southampton frá Celtic 2015 og hefur síðan þá verið í hópi bestu miðvarða ensku úrvalsdeildarinnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×