Enski boltinn

Liverpool biður Southampton afsökunar og segist hætt við að fá Van Dijk

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Van Dijk er einn eftirsóttasti varnarmaður heims í dag.
Van Dijk er einn eftirsóttasti varnarmaður heims í dag. vísir/getty
Liverpool hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem félagið biður Southampton afsökunar á misskilningnum vegna samskiptanna við hollenska miðvörðinn Virgil van Dijk.

Í gær bárust fréttir af því að Southampton ætlaði að leggja inn formlega kvörtun vegna ólöglegra samskipta Liverpool og Van Dijks. Bítlaborgarliðið ku ekki hafa fengið leyfi frá Southampton til að ræða við leikmanninn.

Í yfirlýsingu Liverpool segir að félagið virði afstöðu Southampton og staðfestir um leið að það sé hætt við reyna að fá Van Dijk.

Fyrr í vikunni virtist sem Liverpool hefði unnið kapphlaupið um hinn afar eftirsótta Van Dijk. En eftir þessar nýjustu vendingar í málinu er afar ólíklegt að hann endi á Anfield.

Van Dijk kom til Southampton frá Celtic á 13 milljónir punda í september 2013. Talið er að hann sé metin á a.m.k. 50 milljónir punda í dag.


Tengdar fréttir

Van Dijk vill fara til Liverpool

Hollenski miðvörðurinn Virgil van Dijk vill frekar ganga í raðir Liverpool en Manchester City eða Chelsea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×