Erlent

Leit að þeim sem var saknað á Grænlandi hætt

Kjartan Kjartansson skrifar
Ellefu húsum skolaði á haf út í flóðbylgjunni. Björgunarmenn hafa leitað þeirra sem er saknað í tíu daga en leitinni hefur nú verið hætt.
Ellefu húsum skolaði á haf út í flóðbylgjunni. Björgunarmenn hafa leitað þeirra sem er saknað í tíu daga en leitinni hefur nú verið hætt. Arktik Kommando
Grænlenska lögreglan segir að leit að þremur fullorðnum og einu barni sem hefur verið saknað eftir flóðbylgjuna á dögunum hafi verið hætt. Talið er að fólkinu hafi skolað á haf út.

Leitað hefur verið að fólkinu úr lofti og á legi frá því að flóðbylgjan gekk yfir þorpið Nuugaatsiaq á vesturströnd Grænlands 17. júní samkvæmt frétt danska ríkisútvarpsins DR.

Nokkur þorp í Karrat-firði voru rýmd vegna flóðbylgjunnar sem talin er hafa myndast þegar mikið berghlaup féll í fjörðinn. Síðustu daga hafa yfirvöld leyft íbúum að snúa aftur til síns heima.

Rýming er hins vegar enn í gildi í Nuugaatsiaq og Illorsuit vegna hættunar á annarri flóðbylgju ef annað berghlaup á sér stað.

Þorpið Nuugaatsiaq sem varð verst úti í flóðbylgjunni 17. júní.Arktik Kommando
Ríkisstjórn Íslands hefur samþykkt fjörutíu milljón króna framlag til Grænlands vegna eyðileggingarinnar þar. Þá hafa tuttugu milljónir króna safnast í landssöfnuninni Vinátta í verki sem enn stendur yfir.

Hér við neðan má sjá myndband sem danska herliðið á Grænlandi tók af fjallinu þaðan sem bergið hljóp fram og frá Nuugaatsiaq.






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×