Erlent

Ástralir og Bandaríkjamenn senda Kína tóninn

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá Talisman Saber æfingunum árið 2015.
Frá Talisman Saber æfingunum árið 2015. Mynd/Varnarmálaráðuneyti Ástralíu
Ástralía og Bandaríkin halda nú sínar stærstu sameiginlegu heræfingar. Æfingarnar kallast Talisman Sabre og á næsta mánuði munu um 33 þúsund ástralskir og bandarískir hermenn taka þátt í þeim. Æfingarnar eru haldnar á tveggja ára fresti en hafa aldrei verið umfangsmeiri en nú.

Heræfingarnar sem um ræðir munu líkja eftir innrás annars ríkis í norðurhluta Ástralíu.

Á opnunarhátíð æfinganna í morgun sagð aðmírállinn Harry Harris, sem er yfir Kyrrahafsflota Bandaríkjanna, að bandalag Bandaríkjanna og Ástralíu hafi aldrei verið mikilvægara, samkvæmt ABC News í Ástralíu.

Þegar hann var spurður út í það hvernig yfirvöld Kína myndu bregðast við æfingunum sagði Harris að umfangi æfinganna var ætlað að senda Kínverjum skilaboð.

„Ég er ánægðum með þau skilaboð sem æfingarnar senda vinum okkar, bandamönnum, félögum og mögulegum óvinum.“

Samband Bandaríkjanna og Kína hefur súrnað verulega á síðustu misserum og hvað sérstaklega eftir ólöglegt tilkall Kína til nánast alls Suður-Kínahafs. Þar hafa þeir byggt upp stórar eyjur og komið vopnum, vörnum, skipahöfnum og jafnvel flugvöllum á þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×