Fornminjar fundust á framkvæmdasvæði Sveinn Arnarsson skrifar 12. júní 2017 07:00 Á skömmum tíma hafa fræðingar komið niður á kuml sem liklegt er talið að sé frá víkingaöld. Vísir/Auðunn Fornleifauppgröftur við Dysnes norðan Akureyrar hefur borið árangur. Á skömmum tíma hafa fræðingar komið niður á kuml sem líklegt er talið að sé frá víkingaöld. Vísbendingar benda til að mun fleiri kuml finnist á svæðinu á næstu dögum. „Við höfum nú fundið mannabein og tönn úr hundi. Algengasta haugféð frá þessum tíma voru hestar en það er einnig vitað af því að hundar hafi verið grafnir með eigendum sínum. Það er erfitt að tímasetja nákvæmlega frá hvaða tíma þetta kuml er því gjóskulög er ekki að finna hér,“ segir Hildur Gestsdóttir, fornleifafræðingur sem vinnur að rannsókninni. „Það er þannig að ef við finnum eitt kuml er líklegt að fleiri séu á staðnum. Við höfum séð það í gegnum tíðina,“ segir Hildur en örnefnið gefur tilefni til þess að fjöldi kumla sé á staðnum. „Örnefni eru oft þannig að þau gefa vísbendingar um hvað hafi farið fram. Smiðjuhóll er til dæmis merki þess að smiðja hafi verið starfrækt og svo framvegis. Að öðru leyti eru ekki til miklar heimildir,“ bætir Hildur við. Á næstu dögum munu rannsóknaraðilar opna stærra svæði til að gera sér betur grein fyrir fjölda kumla. Dysnesið sjálft er ekki mjög stórt og því verður stór hluti þess kannaður frekar. Nokkur hundruð metrum sunnan við Dysnes er Gáseyri sem á víkingaöld var mikil verslunarhöfn. Rannsókn fornleifafræðinganna er hluti af umhverfismati fyrir stórskipahöfn á Dysnesi með allt að 300 metra viðlegukanti sem fyrirtæki og sveitarfélög í Eyjafirði áforma að byggja á næstu árum. Hafnarmannvirki sem þetta er ekki til á norðanverðu landinu og á að þjóna olíuleit á Drekasvæðinu sem og námagreftri á austurströnd Grænlands. Einnig hefur þessi framkvæmd verið markaðssett sem umskipunarhöfn fyrir siglingar yfir norðurpólinn. Framkvæmdin er talin munu kosta tæpa 20 milljarða króna. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
Fornleifauppgröftur við Dysnes norðan Akureyrar hefur borið árangur. Á skömmum tíma hafa fræðingar komið niður á kuml sem líklegt er talið að sé frá víkingaöld. Vísbendingar benda til að mun fleiri kuml finnist á svæðinu á næstu dögum. „Við höfum nú fundið mannabein og tönn úr hundi. Algengasta haugféð frá þessum tíma voru hestar en það er einnig vitað af því að hundar hafi verið grafnir með eigendum sínum. Það er erfitt að tímasetja nákvæmlega frá hvaða tíma þetta kuml er því gjóskulög er ekki að finna hér,“ segir Hildur Gestsdóttir, fornleifafræðingur sem vinnur að rannsókninni. „Það er þannig að ef við finnum eitt kuml er líklegt að fleiri séu á staðnum. Við höfum séð það í gegnum tíðina,“ segir Hildur en örnefnið gefur tilefni til þess að fjöldi kumla sé á staðnum. „Örnefni eru oft þannig að þau gefa vísbendingar um hvað hafi farið fram. Smiðjuhóll er til dæmis merki þess að smiðja hafi verið starfrækt og svo framvegis. Að öðru leyti eru ekki til miklar heimildir,“ bætir Hildur við. Á næstu dögum munu rannsóknaraðilar opna stærra svæði til að gera sér betur grein fyrir fjölda kumla. Dysnesið sjálft er ekki mjög stórt og því verður stór hluti þess kannaður frekar. Nokkur hundruð metrum sunnan við Dysnes er Gáseyri sem á víkingaöld var mikil verslunarhöfn. Rannsókn fornleifafræðinganna er hluti af umhverfismati fyrir stórskipahöfn á Dysnesi með allt að 300 metra viðlegukanti sem fyrirtæki og sveitarfélög í Eyjafirði áforma að byggja á næstu árum. Hafnarmannvirki sem þetta er ekki til á norðanverðu landinu og á að þjóna olíuleit á Drekasvæðinu sem og námagreftri á austurströnd Grænlands. Einnig hefur þessi framkvæmd verið markaðssett sem umskipunarhöfn fyrir siglingar yfir norðurpólinn. Framkvæmdin er talin munu kosta tæpa 20 milljarða króna.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira