Ikea í samstarf við Byredo

13. júní 2017
skrifar

Ef það er einhver verslunarkeðja sem dettur aldrei úr tísku þá er það sænski risinn Ikea og hann er heldur betur að sækja í sig veðrið þegar kemur tískuheiminum.

Nú hafa þeir farið í samstarf við sænska ilmframleiðandann Byredo um að gera heila línu af heimilisilmum sem kemur í búðir árið 2019.

Byredo er þekkt fyrir lúxusilmi, bæði ilmvötn, kerti og sprey en þetta samstarf með Ikea er virkilega spennandi. Verst að þurfa að bíða svona lengi en við fylgjumst grannt með. In stores now #bibliotheque EDP

A post shared by BYREDO (@officialbyredo) on