Rennilásar og Matrix frá Alexander Wang

11. febrúar 2018
skrifar

Fatahönnuðurinn Alexander Wang hélt sýningu sína á tískuvikunni í New York á gömlu skrifstofu Vogue á Times Square þar sem hann hóf sinn feril sem nemi á sínum tíma. Gestir sátu í básum og fyrirsæturnar gengu eftir teppalögðum salnum. 

Sýningin var í anda Matrix með mikið af leðri, lakki og litlum sólgleraugum. Við höfum áður skrifað um að þessi stíll er að koma tilbaka í stórum stíl og stjörnurnar eru hrifnar eins og má lesa hér og hér.  Það er greinilegt að Wang er á sama máli. 

Rennilásar voru áberandi smáatriði í flíkunum sem og mittistöskur og hinar gömlu góðu hárklemmur sem sjá nú aftur dagsins ljós - hentugt? Þá kynnti hann til sögunnar þröngar húfur sem minntu einna helst á sundhettur, kæmi sér vel í snjóstorminum sem gengur yfir höfuðborgarsvæðið í dag. 

Það má segja að Alexander Wang hafi verið trúr sínum stíl í þessari fatalínu sinni fyrir næsta haust - leðurpils, prjónapeysur og síðir leðurfrakkar er alveg eitthvað sem við getum hugsað okkur að klæðast næsta haust. Mittistaskan góða.


Sólgleraugun eru punkturinn yfir i-ið.


Munið eftir þessum hárklemmum?


Gaddar á fylgihlutum.


Dúnúlpan og húfan/sundhettan.


Rennilásar og aftur rennilásar.


Þessi leðurjakki!


Síður leðurfrakki

Done for the day. Bye Times Square! #WANGINC

A post shared by ALEXANDER WANG (@alexanderwangny) on