Viðskipti erlent

Fær tvo milljarða fyrir að hætta í vinnunni

Sæunn Gísladóttir skrifar
Marissa Mayer framkvæmdastjóri Yahoo mun láta af störfum.
Marissa Mayer framkvæmdastjóri Yahoo mun láta af störfum. Vísir/Getty
Marissa Mayer mun hætta sem framkvæmdastjóri Yahoo eftir að Verizon gengur frá kaupsamningi á fyrirtækinu. Hún mun fá 23 milljónir dollara í starfslokasamning, eða sem nemur 2,3 milljörðum króna.

Business Insider greinir frá því að Verizon hafi í dag tilkynnt um að hafa keypt Yahoo fyrir 4,48 milljarða dollara. Sem liður í yfirtökunni mun Mayer hætta sem framkvæmdastjóri eftir fimm ára starf.

Yahoo mun sameinast AOL í fyrirtækinu Oath, en Verizon keypti AOL árið 2015 fyrir 4,4 milljarða dollara. Búist er við að 15 prósent starfsmanna Oath verði sagt upp, eða um 2.100 manns, vegna sameiningar.


Tengdar fréttir

Yahoo heyrir sögunni til

Eini hluti fyrirtækisins sem gengur ekki inn í Verizon mun heita Altaba.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×