Enski boltinn

Bilic: Íslenska landsliðið fangaði athygli heimsins

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Slaven Bilic, stjóri West Ham.
Slaven Bilic, stjóri West Ham. vísir/getty
Nú upp úr hádegi var tilkynnt að Man. City og West Ham myndu spila vináttuleik á Laugardalsvelli þann 4. ágúst.

Þetta er fyrsti enskra félagsliða á Íslandi og ljóst að leikurinn mun vekja mikla athygli. Í leiknum mun Pablo Zabaleta meðal annars mæta sínu gamla félagi.

„Það er frábært að skrifa söguna og verða fyrstu liðin til þess að spila á Íslandi. Við hlökkum til að heimsækja Skandinavíu þar sem margir styðja West Ham,“ segir Slaven Bilic, stjóri West Ham, á heimasíðu félagsins.

Íslandstenging West Ham er auðvitað sterk eftir að félagið var í eigu Íslendinga fyrir ekki svo löngu síðan.

„Íslenska landsliðið fangaði athygli heimsins með frábærri frammistöðu á EM og þó svo landið sé lítið þá elskar það fótbolta.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×