Körfubolti

Curry mun líklega ekki fara í Hvíta húsið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Curry fagnar titlinum með dóttur sinni.
Curry fagnar titlinum með dóttur sinni. vísir/getty
NBA-meistarar Golden State Warriors eiga von á boði í Hvíta húsið á næstu mánuðum en óvíst er hvort þeir fari þangað.

Fljótlega eftir að Warriors tryggði sér NBA-meistaratitilinn fór af stað sú saga að liðið hefði ákveðið í sameiningu að fara ekki í Hvíta húsið til þess að hitta Donald Trump Bandaríkjaforseta.

Sú frétt reyndist ekki vera rétt enda voru leikmenn þá enn að fagna titlinum en ekki að hugsa um Trump.

Stjarna Warriors, Stephen Curry, hefur nú aftur á móti sagt að hann myndi líklega ekki þiggja boð í Hvíta húsið.

„Ég mun persónulega gera það sem ég tel vera rétt fyrir mig. Liðið mun svo örugglega ræða þetta í sameiningu síðar,“ sagði Curry.

„Ég hugsaði um þetta fyrir svona tveim mánuðum síðan og þá fannst mér líklegt að ég færi ekki. Ég er enn á sömu skoðun.“

Margir leikmanna Warriors hafa gagnrýnt Trump í gegnum tíðina og þar á meðal er þjálfari liðsins, Steve Kerr, sem hefur talað afar illa um forsetann. Þolir hann ekki.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×