Handbolti

Atli Ævar og Ágúst Elí koma inn í hópinn

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Atli Ævar Ingólfsson spilaði vel fyrir Svíþjóð.
Atli Ævar Ingólfsson spilaði vel fyrir Svíþjóð. mynd/sävehof
Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari í handbolta, hefur bætt línumanninum Atla Ævari Ingólfssyni og markverðinum Ágústi Elí Björgvinssyni við íslenska hópinn sem mætir Úkraínu á sunnudaginn.

Strákarnir okkar eru í bullandi basli í undankeppni EM 2018 eftir tap gegn Tékklandi í gærkvöldi og eiga í hættu að komast ekki á Evrópumót í fyrsta skipti síðan árið 1998.

Atli Ævar spilaði vel fyrir Sävehof í sænsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en liðið komst í undanúrslitin í úrslitakeppninni.

Ágúst Elí Björgvinsson átti svo stórleik í marki FH á síðustu leiktíð sem varð deildarmeistari og tapaði fyrir Val í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn.

Íslenska liðið er á heimleið frá Brno í Tékklandi þar sem það tapaði leiknum mikilvæga í gærkvöldi en strákarnir okkar eiga enn þá veika von á EM-sæti með sigri á Úkraínu á sunnudaginn.


Tengdar fréttir

Nánast búnir að Tékka sig út

Von íslenska karlalandsliðsins í handbolta um að komast á tíunda Evrópumótið í röð er orðin ansi veik eftir tap fyrir Tékklandi, 27-24, í Brno í gær. Afleitur fyrri hálfleikur varð Íslendingum að falli í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×