Gleðin við völd í partý Swimslow og Geysi

15. júní 2017
skrifar

Það var margt um mann­inn og góð stemmning í verslun Geysi á Skólavörðustíg 7 í gærkvöldi. Íslenska sundfatamerkið Swimslow var að lenda í búðinni og í tilefni þess var slegið upp í sumarpartý.

Gestir voru í góðum fíling og sátu áfram í blíðviðri frameftir kvöldi úti á Skólavörðustígnum. Léttar veigar voru í boði Ölgerðarinnar og plötusnúðurinn DJ SURA (Þura Stína úr Reykjavíkurdætrum) sá um tónlistina.

Fyrstu 50 partýgestirnir til að mæta voru leystir út með gjafapokum sem innihéldu ýmsa skemmtilega glaðninga. Á svæðinu var einnig Davines sjampóbar þar sem partýgestir gátu blandað eigið sjampó.Gott veður til að sitja úti og njóta.
Erna Bergmann, hönnuður Swimslow og Hildur Yeoman.