Golf

Fowler leiðir á US Open

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Fowler á ferðinni í gær.
Fowler á ferðinni í gær. vísir/getty
Bandaríkjamaðurinn Rickie Fowler byrjaði best allra á öðru risamóti ársins, US Open, sem hófst á Erin Hills í Wisconsin í gær.

Fowler gerði sér lítið fyrir og fór völlinn á 65 höggum eða sjö undir pari. Hann jafnaði þar með lægsta skor á fyrsta hring í sögu mótsins. Ekki síst magnað í ljósi þess að mikið var talað um hversu erfiður völlurinn væri.

Það voru margir að spila vel á vellinum í gær en Englendingurinn Paul Casey og Bandaríkjamaðurinn Xander Schauffele eru í öðru sæti aðeins höggi á eftir Fowler.

Efsti maður heimslistans, Dustin Johnson, á titil að verja og hann er langt á eftir Fowler þar sem hann lék á 75 höggum í gær eða þrem höggum yfir pari.

Rory McIlroy lék enn verr eða á sex höggum yfir pari. Enginn af sex efstu kylfingum heimslistans náði að spila undir pari í gær.

Útsending frá öðrum degi mótsins hefst klukkan 17.00 á Golfstöðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×