Lífið

Lohan er komin

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Gert ráð fyrir því að Lohan snúi plötum í veislunni í kvöld.
Gert ráð fyrir því að Lohan snúi plötum í veislunni í kvöld.

Leikkonan Lindsay Lohan er mætt til Íslands. Lohan er stórvinkona samfélagsmiðlasérfræðingsins Oliver Luckett sem giftist Scott Guinn í dag. Luckett birtir mynd af þeim vinunum á Facebook í dag á rúnti um Suðurlandið eins og sjá má hér að neðan.

Luckett og Guinn hafa verið tíðir gestir á Íslandi undanfarin árin og líta á Ísland sem sitt annað heimili. Fyrir um ári keyptu þeir Kjarvalshúsið á Seltjarnarnesi. Þeir eru miklir listunnendur og hafa komið á fót listsafni í húsinu. Þeir hafa verið duglegir að kaupa íslensk listaverk og eru þannig í hávegum hafðir meðal íslenskra listamanna.

Það er því óhætt að segja að stjörnurnar standi vaktina á Íslandi þessa helgina. Knattspyrnukappinn Theo Walcott, leikmaður Arsenal, er mættur á Secret Solstice eins og greint var frá á Vísi í gær. Þá er David Grohl úr Foo Fighters hér á landi með hljómsveit sinni og átta ára dóttur sem tróð upp á tónleikum sveitarinnar í Laugardalnum í gær.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira