Enski boltinn

Roma býst við betra boði frá Liverpool

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mohamed Salah gæti verið á leið í ensku úrvalsdeildina á nýjan leik.
Mohamed Salah gæti verið á leið í ensku úrvalsdeildina á nýjan leik. vísir/epa

Roma býst við öðru og betra tilboði frá Liverpool í Mohamed Salah.

Liverpool bauð upphaflega 28 milljónir punda í Egyptann en Roma hafnaði því tilboði.

Samkvæmt heimildum Sky á Ítalíu býst Roma við að betra tilboð í Salah berist um helgina.

Salah spilaði einkar vel fyrir Roma á síðasta tímabili. Hann skoraði 15 mörk og gaf 11 stoðsendingar í 31 leik í ítölsku úrvalsdeildinni.

Salah gekk í raðir Chelsea í janúar 2014. Honum tókst þó aldrei að festa sig í sessi hjá Lundúnaliðinu og fékk fá tækifæri.

Salah var lánaður til Fiorentina seinni hluta tímabilsins 2014-15 og tímabilið á eftir lék hann svo sem lánsmaður með Roma. Rómverjar voru ánægðir með frammistöðu Egyptans og keyptu hann frá Chelsea sumarið 2016.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira