Enski boltinn

Roma býst við betra boði frá Liverpool

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mohamed Salah gæti verið á leið í ensku úrvalsdeildina á nýjan leik.
Mohamed Salah gæti verið á leið í ensku úrvalsdeildina á nýjan leik. vísir/epa
Roma býst við öðru og betra tilboði frá Liverpool í Mohamed Salah.

Liverpool bauð upphaflega 28 milljónir punda í Egyptann en Roma hafnaði því tilboði.

Samkvæmt heimildum Sky á Ítalíu býst Roma við að betra tilboð í Salah berist um helgina.

Salah spilaði einkar vel fyrir Roma á síðasta tímabili. Hann skoraði 15 mörk og gaf 11 stoðsendingar í 31 leik í ítölsku úrvalsdeildinni.

Salah gekk í raðir Chelsea í janúar 2014. Honum tókst þó aldrei að festa sig í sessi hjá Lundúnaliðinu og fékk fá tækifæri.

Salah var lánaður til Fiorentina seinni hluta tímabilsins 2014-15 og tímabilið á eftir lék hann svo sem lánsmaður með Roma. Rómverjar voru ánægðir með frammistöðu Egyptans og keyptu hann frá Chelsea sumarið 2016.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×