Enski boltinn

Giroud til West Ham?

Elías Orri Njarðarson skrifar
Oliver Giroud framherji Arsenal.
Oliver Giroud framherji Arsenal. visir/epa

Slaven Bilic, knattspyrnustjóri West Ham, er sagður vera að undirbúa tilboð í Oliver Giroud, framherja Arsenal. Sky greinir frá.

Giroud, sem skoraði 16 mörk í vetur, var ekki í náðinni hjá Arséne Wenger, knattspyrnustjóra Arsenal, en hann byrjaði aðeins 11 leiki á leiktímabilinu. Alexis Sanchez var fyrir ofan Giroud í goggunarröðinni á Emirates-vellinum.

Það væri góð styrking fyrir West Ham að ná að krækja í Giroud, en nýlega bættu þeir reynsluboltanum Pablo Zabaleta í leikmannahóp sinn.

Giroud kom til Arsenal árið 2012 og hefur skorað alls 98 mörk í 226 leikjum fyrir félagið.
Fleiri fréttir

Sjá meira