Enski boltinn

Giroud til West Ham?

Elías Orri Njarðarson skrifar
Oliver Giroud framherji Arsenal.
Oliver Giroud framherji Arsenal. visir/epa

Slaven Bilic, knattspyrnustjóri West Ham, er sagður vera að undirbúa tilboð í Oliver Giroud, framherja Arsenal. Sky greinir frá.

Giroud, sem skoraði 16 mörk í vetur, var ekki í náðinni hjá Arséne Wenger, knattspyrnustjóra Arsenal, en hann byrjaði aðeins 11 leiki á leiktímabilinu. Alexis Sanchez var fyrir ofan Giroud í goggunarröðinni á Emirates-vellinum.

Það væri góð styrking fyrir West Ham að ná að krækja í Giroud, en nýlega bættu þeir reynsluboltanum Pablo Zabaleta í leikmannahóp sinn.

Giroud kom til Arsenal árið 2012 og hefur skorað alls 98 mörk í 226 leikjum fyrir félagið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira