Handbolti

Guðjón Valur: Ekki hægt að fara á betri hátt í frí

Elías Orri Njarðarson skrifar
Guðjón Valur fagna einu átta marka sinna.
Guðjón Valur fagna einu átta marka sinna. vísir/anton
Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, var að vonum mjög ánægður með flottan átta marka sigur á Úkraínu, 34-26, í Laugardalshöll í kvöld. Þungu fargi var létt af landsliðsfyrirliðanum eftir leik.

„Já heldur betur, við erum alveg ótrúlega ánægðir með að hafa klárað þetta hérna heima. Ég er bara svo ánægður með liðið, hvernig við mættum til leiks, allir voru klárir og menn voru tilbúnir, sem er bara frábært,“ sagði Guðjón.

Íslenska liðið spilaði stórfínan handbolta og Úkraínumenn áttu fá svör við leik íslenska liðsins.

Það mátti sjá að leikmenn Íslands voru vel mótíveraðir fyrir leikinn og að þeir ætluðu sér sigur í dag. Guðjón Valur leiddi sóknarleik Íslands en hann var markahæstur í leiknum með átta mörk.

Laugardalshöllin var þétt setin í leiknum og mikil stemning var allan tímann á leiknum. Guðjón Valur var feykilega ánægður með stuðninginn.

„Heldur betur, það er ekki hægt að fara á betri hátt í frí. Þessi leikur er bara sá allra skemmtilegasti á árinu,“ sagði Guðjón Valur eftir leikinn í kvöld.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×