Innlent

Fagnaðarlæti þegar manninum var bjargað af þaki bílsins - Myndband

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Líðan mannsins er eftir atvikum góð að sögn lögreglu.
Líðan mannsins er eftir atvikum góð að sögn lögreglu.

Maðurinn sem ók bíl út í Ölfusá á ellefta tímanum í morgun eftir eftirför lögreglu er nú á leið á sjúkrahús í Reykjavík. Líðan hans er eftir atvikum góð; hann var kaldur, með skrámur og einhver eymsli en komst til að mynda að sjálfsdáðum út úr bílnum og upp á þak hans þegar bíllinn var kominn út í ána.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hófst eftirförin í Vogahverfi í Reykjavík rétt fyrir klukkan 10 í morgun þar sem maðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu. Hún barst síðan upp Ártúnsbrekkuna, inn á Hellisheiði, niður Kambana til Hveragerðis og þaðan til Selfoss þar sem hún endaði.

Björgunarsveitarmenn komu línu til mannsins þar sem hann var á þaki bílsins og fóru síðan á bát til að bjarga honum. Á myndbandinu hér fyrir neðan má sjá þar sem manninum er bjargað en fjöldi fólks fylgdist með aðgerðum viðbragðsaðila og brutust út fagnaðarlæti þegar manninum var náð af þaki bílsins.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira