Lögreglan lokaði Ölfusárbrú og maðurinn ók á fullri ferð út í ána Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. júní 2017 11:57 Maðurinn komst sjálfur út úr bílnum og upp á þak hans. Þar setti hann sig í björgunarlínu og beið þess að verða bjargað á bát. Mikil hætta skapaðist í morgun þegar lögregla veitti fólksbíl eftirför frá Vogahverfi í Reykjavík að Ölfusárbrú á Selfossi. Þetta segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en mikil umferð var á meðan á eftirförinni stóð og er mildi að ekki fór verr. Eftirförinni lauk þegar ökumaðurinn keyrði út í Ölfusá en búið var að loka brúnni þannig að hann gat ekki keyrt yfir hana. Hann ók því á fullri ferð vinstra megin við brúna út í ána, þar sem bílinn rak undir brúna þar til hann steytti á steini. Líðan hans er eftir atvikum góð; hann var kaldur, með skrámur og einhver eymsli en komst sjálfur út úr bílnum og upp á þak bílsins þar sem hann var í línu frá bjögunarsveitum og beið eftir að verða bjargað á bát. Aðspurður segir Ásgeir að ökumaður bílsins hafi keyrt mest á 140 kílómetra hraða á klukkustund og var hraðinn slíkur að lögreglan gat ekki stöðvað för bílsins með því að aka utan í hann. „Það var sett upp naglamotta í nágrenni við Hveragerði en hann náði að aka framhjá henni,“ segir Ásgeir í samtali við Vísi. Þá tókst heldur ekki að snúa bifreiðinni við. „Hann var frá því að vera á 50 til 60 kílómetra hraða og alveg upp í 140 kílómetra hraða á klukkustund. Það var mikil umferð og því skapaðist mikil almannahætta við þetta og það má því segja að þetta hafi farið eins vel og hægt var.“ Ásgeir segir að sér sé ekki kunnugt um að maðurinn hafi ekið utan í aðra bíla á meðan á eftirförinni stóð. Hann segir ekki liggja fyrir hvort að maðurinn hafi verið undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna en segir að málið verði nú rannsakað af lögreglu og meðal annars tekin sýni úr manninum. Eftirförin hófst þegar hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu í Reykjavík.Hér fyrir neðan má sjá myndband af því þegar manninum var bjargað. Tengdar fréttir Fagnaðarlæti þegar manninum var bjargað af þaki bílsins - Myndband Maðurinn sem ók bíl út í Ölfusá á ellefta tímanum í morgun eftir eftirför lögreglu er nú á leið á sjúkrahús í Reykjavík. 19. júní 2017 11:38 Bíll endaði úti í Ölfusá eftir eftirför lögreglu Bíll sem lögreglan veitti eftirför nú í morgun endaði úti í Ölfusá. 19. júní 2017 10:36 Lögreglan í eftirför á Hellisheiði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, lögreglan á Suðurlandi og sérsveitin eru nú í eftirför á leiðinni austur á Hellisheiði. 19. júní 2017 10:21 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Mikil hætta skapaðist í morgun þegar lögregla veitti fólksbíl eftirför frá Vogahverfi í Reykjavík að Ölfusárbrú á Selfossi. Þetta segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en mikil umferð var á meðan á eftirförinni stóð og er mildi að ekki fór verr. Eftirförinni lauk þegar ökumaðurinn keyrði út í Ölfusá en búið var að loka brúnni þannig að hann gat ekki keyrt yfir hana. Hann ók því á fullri ferð vinstra megin við brúna út í ána, þar sem bílinn rak undir brúna þar til hann steytti á steini. Líðan hans er eftir atvikum góð; hann var kaldur, með skrámur og einhver eymsli en komst sjálfur út úr bílnum og upp á þak bílsins þar sem hann var í línu frá bjögunarsveitum og beið eftir að verða bjargað á bát. Aðspurður segir Ásgeir að ökumaður bílsins hafi keyrt mest á 140 kílómetra hraða á klukkustund og var hraðinn slíkur að lögreglan gat ekki stöðvað för bílsins með því að aka utan í hann. „Það var sett upp naglamotta í nágrenni við Hveragerði en hann náði að aka framhjá henni,“ segir Ásgeir í samtali við Vísi. Þá tókst heldur ekki að snúa bifreiðinni við. „Hann var frá því að vera á 50 til 60 kílómetra hraða og alveg upp í 140 kílómetra hraða á klukkustund. Það var mikil umferð og því skapaðist mikil almannahætta við þetta og það má því segja að þetta hafi farið eins vel og hægt var.“ Ásgeir segir að sér sé ekki kunnugt um að maðurinn hafi ekið utan í aðra bíla á meðan á eftirförinni stóð. Hann segir ekki liggja fyrir hvort að maðurinn hafi verið undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna en segir að málið verði nú rannsakað af lögreglu og meðal annars tekin sýni úr manninum. Eftirförin hófst þegar hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu í Reykjavík.Hér fyrir neðan má sjá myndband af því þegar manninum var bjargað.
Tengdar fréttir Fagnaðarlæti þegar manninum var bjargað af þaki bílsins - Myndband Maðurinn sem ók bíl út í Ölfusá á ellefta tímanum í morgun eftir eftirför lögreglu er nú á leið á sjúkrahús í Reykjavík. 19. júní 2017 11:38 Bíll endaði úti í Ölfusá eftir eftirför lögreglu Bíll sem lögreglan veitti eftirför nú í morgun endaði úti í Ölfusá. 19. júní 2017 10:36 Lögreglan í eftirför á Hellisheiði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, lögreglan á Suðurlandi og sérsveitin eru nú í eftirför á leiðinni austur á Hellisheiði. 19. júní 2017 10:21 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Fagnaðarlæti þegar manninum var bjargað af þaki bílsins - Myndband Maðurinn sem ók bíl út í Ölfusá á ellefta tímanum í morgun eftir eftirför lögreglu er nú á leið á sjúkrahús í Reykjavík. 19. júní 2017 11:38
Bíll endaði úti í Ölfusá eftir eftirför lögreglu Bíll sem lögreglan veitti eftirför nú í morgun endaði úti í Ölfusá. 19. júní 2017 10:36
Lögreglan í eftirför á Hellisheiði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, lögreglan á Suðurlandi og sérsveitin eru nú í eftirför á leiðinni austur á Hellisheiði. 19. júní 2017 10:21
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent