Lögreglan lokaði Ölfusárbrú og maðurinn ók á fullri ferð út í ána Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. júní 2017 11:57 Maðurinn komst sjálfur út úr bílnum og upp á þak hans. Þar setti hann sig í björgunarlínu og beið þess að verða bjargað á bát. Mikil hætta skapaðist í morgun þegar lögregla veitti fólksbíl eftirför frá Vogahverfi í Reykjavík að Ölfusárbrú á Selfossi. Þetta segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en mikil umferð var á meðan á eftirförinni stóð og er mildi að ekki fór verr. Eftirförinni lauk þegar ökumaðurinn keyrði út í Ölfusá en búið var að loka brúnni þannig að hann gat ekki keyrt yfir hana. Hann ók því á fullri ferð vinstra megin við brúna út í ána, þar sem bílinn rak undir brúna þar til hann steytti á steini. Líðan hans er eftir atvikum góð; hann var kaldur, með skrámur og einhver eymsli en komst sjálfur út úr bílnum og upp á þak bílsins þar sem hann var í línu frá bjögunarsveitum og beið eftir að verða bjargað á bát. Aðspurður segir Ásgeir að ökumaður bílsins hafi keyrt mest á 140 kílómetra hraða á klukkustund og var hraðinn slíkur að lögreglan gat ekki stöðvað för bílsins með því að aka utan í hann. „Það var sett upp naglamotta í nágrenni við Hveragerði en hann náði að aka framhjá henni,“ segir Ásgeir í samtali við Vísi. Þá tókst heldur ekki að snúa bifreiðinni við. „Hann var frá því að vera á 50 til 60 kílómetra hraða og alveg upp í 140 kílómetra hraða á klukkustund. Það var mikil umferð og því skapaðist mikil almannahætta við þetta og það má því segja að þetta hafi farið eins vel og hægt var.“ Ásgeir segir að sér sé ekki kunnugt um að maðurinn hafi ekið utan í aðra bíla á meðan á eftirförinni stóð. Hann segir ekki liggja fyrir hvort að maðurinn hafi verið undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna en segir að málið verði nú rannsakað af lögreglu og meðal annars tekin sýni úr manninum. Eftirförin hófst þegar hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu í Reykjavík.Hér fyrir neðan má sjá myndband af því þegar manninum var bjargað. Tengdar fréttir Fagnaðarlæti þegar manninum var bjargað af þaki bílsins - Myndband Maðurinn sem ók bíl út í Ölfusá á ellefta tímanum í morgun eftir eftirför lögreglu er nú á leið á sjúkrahús í Reykjavík. 19. júní 2017 11:38 Bíll endaði úti í Ölfusá eftir eftirför lögreglu Bíll sem lögreglan veitti eftirför nú í morgun endaði úti í Ölfusá. 19. júní 2017 10:36 Lögreglan í eftirför á Hellisheiði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, lögreglan á Suðurlandi og sérsveitin eru nú í eftirför á leiðinni austur á Hellisheiði. 19. júní 2017 10:21 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
Mikil hætta skapaðist í morgun þegar lögregla veitti fólksbíl eftirför frá Vogahverfi í Reykjavík að Ölfusárbrú á Selfossi. Þetta segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en mikil umferð var á meðan á eftirförinni stóð og er mildi að ekki fór verr. Eftirförinni lauk þegar ökumaðurinn keyrði út í Ölfusá en búið var að loka brúnni þannig að hann gat ekki keyrt yfir hana. Hann ók því á fullri ferð vinstra megin við brúna út í ána, þar sem bílinn rak undir brúna þar til hann steytti á steini. Líðan hans er eftir atvikum góð; hann var kaldur, með skrámur og einhver eymsli en komst sjálfur út úr bílnum og upp á þak bílsins þar sem hann var í línu frá bjögunarsveitum og beið eftir að verða bjargað á bát. Aðspurður segir Ásgeir að ökumaður bílsins hafi keyrt mest á 140 kílómetra hraða á klukkustund og var hraðinn slíkur að lögreglan gat ekki stöðvað för bílsins með því að aka utan í hann. „Það var sett upp naglamotta í nágrenni við Hveragerði en hann náði að aka framhjá henni,“ segir Ásgeir í samtali við Vísi. Þá tókst heldur ekki að snúa bifreiðinni við. „Hann var frá því að vera á 50 til 60 kílómetra hraða og alveg upp í 140 kílómetra hraða á klukkustund. Það var mikil umferð og því skapaðist mikil almannahætta við þetta og það má því segja að þetta hafi farið eins vel og hægt var.“ Ásgeir segir að sér sé ekki kunnugt um að maðurinn hafi ekið utan í aðra bíla á meðan á eftirförinni stóð. Hann segir ekki liggja fyrir hvort að maðurinn hafi verið undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna en segir að málið verði nú rannsakað af lögreglu og meðal annars tekin sýni úr manninum. Eftirförin hófst þegar hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu í Reykjavík.Hér fyrir neðan má sjá myndband af því þegar manninum var bjargað.
Tengdar fréttir Fagnaðarlæti þegar manninum var bjargað af þaki bílsins - Myndband Maðurinn sem ók bíl út í Ölfusá á ellefta tímanum í morgun eftir eftirför lögreglu er nú á leið á sjúkrahús í Reykjavík. 19. júní 2017 11:38 Bíll endaði úti í Ölfusá eftir eftirför lögreglu Bíll sem lögreglan veitti eftirför nú í morgun endaði úti í Ölfusá. 19. júní 2017 10:36 Lögreglan í eftirför á Hellisheiði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, lögreglan á Suðurlandi og sérsveitin eru nú í eftirför á leiðinni austur á Hellisheiði. 19. júní 2017 10:21 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
Fagnaðarlæti þegar manninum var bjargað af þaki bílsins - Myndband Maðurinn sem ók bíl út í Ölfusá á ellefta tímanum í morgun eftir eftirför lögreglu er nú á leið á sjúkrahús í Reykjavík. 19. júní 2017 11:38
Bíll endaði úti í Ölfusá eftir eftirför lögreglu Bíll sem lögreglan veitti eftirför nú í morgun endaði úti í Ölfusá. 19. júní 2017 10:36
Lögreglan í eftirför á Hellisheiði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, lögreglan á Suðurlandi og sérsveitin eru nú í eftirför á leiðinni austur á Hellisheiði. 19. júní 2017 10:21
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði