Erlent

Myrtu ungabarn indverskrar konu sem þeir höfðu áður nauðgað

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Gurgaon. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Frá Gurgaon. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/afp
Níu mánaða gömul stúlka er látin eftir að henni var hent út úr svokölluðum tuk-tuk á fullri ferð í útjaðri Nýju-Delí.

Lögregla á Indlandi segir að morðið hafi verið framið af hópi manna sem höfðu áður nauðgað móður stúlkunnar. Stúlkan lést af völdum höfuðáverka.

Málið er það nýjasta í langri röð skeytingarlausra ofveldisverka í garð kvenna á Indlandi. Konan, sem er á þrítugsaldri, hafði nýverið sest upp í tuk tuk vagninn til að fara að heimili foreldra sinna í Gurgaon þegar ráðist var á hana.

„Við munum yfirheyra fjölda fólks í dag og ættum að geta miðað áfram í rannsókninni í dag, mögulega handtekið grunaða,“ segir Sandeep Khirwar hjá lögreglunni í Gurgaon.

Í frétt sænska Aftonbladet kemur fram að tilkynnt sé um 40 þúsund nauðganir á Indlandi á ári hverju. Þó er talið að þær séu í raun mun fleiri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×