Réttindi til hjúkrunar á tveimur árum Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 6. júní 2017 20:00 Fólk með aðra háskólamenntun getur fengið réttindi til hjúkrunar á tveimur árum, samkvæmt nýjum tillögum sem leggja á fyrir heilbrigðisráðherra. Enginn afsláttur verður þó gefin á gæðum námsins, segir deildastjóri. Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og Félag hjúkrunarfræðinga hafa sett saman tillögur um breytingar á námi hjúkrunarfræðinga, þannig að fólk með aðra háskólamenntun geti fengið réttindi til hjúkrunar á tveimur árum, til að stemma stigu við skorti á hjúkrunarfræðingum. Fundað verður um málið með heilbrigðisráðherra í næstu viku. Mikill skortur er á hjúkrunarfræðingum um allt land og 130 hjúkrunarfræðinga vantar til starfa á Landspítalann í sumar. Fyrir liggur að staðan versni á næstu árum þar sem of fáir útskrifast sem hjúkurnarfræðingar á ári hverju. Undanfarið hefur verið unnið að því að auka fjölda nemenda með misgóðum árangri. „Samhliða þessu höfum við fengið erindi og sjálf fundið áhuga til að þróa nám fyrir fólk með aðra háskólagráðu. Að fólk sem er þegar búið með verkfræði, viðskiptafræði, leikhúsfræði eða hvað eina, sálfræði, félagsráðgjöf, geti komið til okkar í nám og fengið samanþjappað nám í tvö ár, kannski tvö og hálft ár. Það fer allt eftir því hvernig hægt er að skipuleggja námið,“ segir Helga Jónsdóttir, deildarforseti Hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands. Tillögurnar eru á byrjunarstigi en eru hugsaðar þannig að fólk með aðrar háskólagráður gæti þannig bætt við sig BS gráðu í hjúkrunarfræði með þessum hætti. Helga segir leiðina hafa gefið góða raun þar sem hún hafi verið reynd. Meðal annars í flestum fylkjum Bandaríkjanna. „Við teljum að þetta sé mjög góð viðbót við þessi áform og þessi úrræði sem við þegar höfum beitt við að fjölga í grunnnámi hjúkrunarfræðinnar,“ segir Helga. Tilllögurnar hafa fengið góðar undirtektir í Háskóla Íslands og verða kynntar fyrir heilbrigðisráðherra í næstu viku. Ljóst er þó að slíkar breytingar krefjast aukins fjármagns til deildarinnar.En er ekki með þessu verið að gjaldfella þetta fjögurra ára nám sem hjúkrunarfræðingar fara í gegnum?„Þetta er mjög góð spurning og margir sem hafa spurt að þessu. Við tökum það mjög alvarlega að héðan útskrifast ekki nema það fólk sem að við teljum, og við setjum ramman í kringum það að allir uppfylli þau skilyrði sem til þarf. Þannig að það hefur aldrei staðið til að þetta verði neitt ódýrara nám að einu eða neinu leyti. En þetta verður kannski erfiðara vegna þess að fólk þarf að taka meira á skemmri tíma. En það verður hugsað fyrir þessu öllu og alls ekki slegið neitt af nein staðar,“ segir Helga. Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Innbrot og slagsmál í miðborginni Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Fleiri fréttir Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Sjá meira
Fólk með aðra háskólamenntun getur fengið réttindi til hjúkrunar á tveimur árum, samkvæmt nýjum tillögum sem leggja á fyrir heilbrigðisráðherra. Enginn afsláttur verður þó gefin á gæðum námsins, segir deildastjóri. Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og Félag hjúkrunarfræðinga hafa sett saman tillögur um breytingar á námi hjúkrunarfræðinga, þannig að fólk með aðra háskólamenntun geti fengið réttindi til hjúkrunar á tveimur árum, til að stemma stigu við skorti á hjúkrunarfræðingum. Fundað verður um málið með heilbrigðisráðherra í næstu viku. Mikill skortur er á hjúkrunarfræðingum um allt land og 130 hjúkrunarfræðinga vantar til starfa á Landspítalann í sumar. Fyrir liggur að staðan versni á næstu árum þar sem of fáir útskrifast sem hjúkurnarfræðingar á ári hverju. Undanfarið hefur verið unnið að því að auka fjölda nemenda með misgóðum árangri. „Samhliða þessu höfum við fengið erindi og sjálf fundið áhuga til að þróa nám fyrir fólk með aðra háskólagráðu. Að fólk sem er þegar búið með verkfræði, viðskiptafræði, leikhúsfræði eða hvað eina, sálfræði, félagsráðgjöf, geti komið til okkar í nám og fengið samanþjappað nám í tvö ár, kannski tvö og hálft ár. Það fer allt eftir því hvernig hægt er að skipuleggja námið,“ segir Helga Jónsdóttir, deildarforseti Hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands. Tillögurnar eru á byrjunarstigi en eru hugsaðar þannig að fólk með aðrar háskólagráður gæti þannig bætt við sig BS gráðu í hjúkrunarfræði með þessum hætti. Helga segir leiðina hafa gefið góða raun þar sem hún hafi verið reynd. Meðal annars í flestum fylkjum Bandaríkjanna. „Við teljum að þetta sé mjög góð viðbót við þessi áform og þessi úrræði sem við þegar höfum beitt við að fjölga í grunnnámi hjúkrunarfræðinnar,“ segir Helga. Tilllögurnar hafa fengið góðar undirtektir í Háskóla Íslands og verða kynntar fyrir heilbrigðisráðherra í næstu viku. Ljóst er þó að slíkar breytingar krefjast aukins fjármagns til deildarinnar.En er ekki með þessu verið að gjaldfella þetta fjögurra ára nám sem hjúkrunarfræðingar fara í gegnum?„Þetta er mjög góð spurning og margir sem hafa spurt að þessu. Við tökum það mjög alvarlega að héðan útskrifast ekki nema það fólk sem að við teljum, og við setjum ramman í kringum það að allir uppfylli þau skilyrði sem til þarf. Þannig að það hefur aldrei staðið til að þetta verði neitt ódýrara nám að einu eða neinu leyti. En þetta verður kannski erfiðara vegna þess að fólk þarf að taka meira á skemmri tíma. En það verður hugsað fyrir þessu öllu og alls ekki slegið neitt af nein staðar,“ segir Helga.
Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Innbrot og slagsmál í miðborginni Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Fleiri fréttir Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Sjá meira