Líklega elstu merki um landnám á Íslandi Kristinn Ingi Jónsson skrifar 7. júní 2017 07:00 Fornar rústir fundust fyrir tilviljun við gamla bæjarstæðið á Stöð árið 2003. Fornleifafræðingar rannsaka nú rústirnar. vísir/friðrik þór Fornleifarannsóknir á bænum Stöð í Stöðvarfirði hafa leitt í ljós að tveir skálar voru reistir þar á níundu og tíundu öld. Eldri skálinn er sennilega frá fyrri helmingi níundu aldar, frá því áratugum áður en Ingólfur Arnarson er sagður hafa numið Ísland, en líklegt þykir að hinn skálinn hafi verið byggður einhvern tímann á níundu eða tíundu öld. Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur, sem stýrir rannsóknunum, segir í samtali við Fréttablaðið að tilgáta rannsakenda sé sú að húsarústirnar á svæðinu hafi verið útstöð frá Skandinavíu eða öðrum norrænum byggðum á fyrri hluta níundu aldar. Þar hafi fólk dvalið áður en hefðbundið landnám hófst.Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur„Það er ekkert sem hefur breyst í þeim efnum enn þá. Við gerum allt til þess að reyna að afsanna tilgátu okkar en það hefur ekki tekist enn sem komið er,“ segir hann. Þess má geta að mannvistarleifar frá svipuðum tíma hafa áður fundist í Kvosinni í Reykjavík, í Höfnum á Reykjanesi og Húshólma við Krýsuvík. Fornleifarnar voru rannsakaðar í ágúst og september í fyrra og var markmiðið fyrst og fremst að staðfesta að skálar hefðu verið reistir á staðnum. Bjarni segir hins vegar að langtímamarkmiðið sé að komast að því hvort um hafi verið að ræða hefðbundið landnámsbýli eða útstöð skömmu fyrir landnámið. Í sumar verður svæðið, og þá sérstaklega skálarnir tveir, kannað nánar. „Við hófumst aftur handa 1. júní. Við lentum strax í úrhelli og fimbulkulda, en nú er þetta farið að skána og allt komið á fullt,“ segir hann en hópur fornleifafræðinga undir stjórn Bjarna verður að störfum út mánuðinn. Fornleifarannsóknir Bjarna hlutu fyrr á árinu viðurkenningu sem ein tuttugu áhugaverðustu fornleifarannsókna á heimsvísu í fyrra. Í umsögn sérfræðinga Archaeofeed, sem stóð að útnefningunni, kom fram að rannsóknir Bjarna hefðu líklega leitt í ljós elstu merki um landnám á Íslandi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Sjá meira
Fornleifarannsóknir á bænum Stöð í Stöðvarfirði hafa leitt í ljós að tveir skálar voru reistir þar á níundu og tíundu öld. Eldri skálinn er sennilega frá fyrri helmingi níundu aldar, frá því áratugum áður en Ingólfur Arnarson er sagður hafa numið Ísland, en líklegt þykir að hinn skálinn hafi verið byggður einhvern tímann á níundu eða tíundu öld. Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur, sem stýrir rannsóknunum, segir í samtali við Fréttablaðið að tilgáta rannsakenda sé sú að húsarústirnar á svæðinu hafi verið útstöð frá Skandinavíu eða öðrum norrænum byggðum á fyrri hluta níundu aldar. Þar hafi fólk dvalið áður en hefðbundið landnám hófst.Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur„Það er ekkert sem hefur breyst í þeim efnum enn þá. Við gerum allt til þess að reyna að afsanna tilgátu okkar en það hefur ekki tekist enn sem komið er,“ segir hann. Þess má geta að mannvistarleifar frá svipuðum tíma hafa áður fundist í Kvosinni í Reykjavík, í Höfnum á Reykjanesi og Húshólma við Krýsuvík. Fornleifarnar voru rannsakaðar í ágúst og september í fyrra og var markmiðið fyrst og fremst að staðfesta að skálar hefðu verið reistir á staðnum. Bjarni segir hins vegar að langtímamarkmiðið sé að komast að því hvort um hafi verið að ræða hefðbundið landnámsbýli eða útstöð skömmu fyrir landnámið. Í sumar verður svæðið, og þá sérstaklega skálarnir tveir, kannað nánar. „Við hófumst aftur handa 1. júní. Við lentum strax í úrhelli og fimbulkulda, en nú er þetta farið að skána og allt komið á fullt,“ segir hann en hópur fornleifafræðinga undir stjórn Bjarna verður að störfum út mánuðinn. Fornleifarannsóknir Bjarna hlutu fyrr á árinu viðurkenningu sem ein tuttugu áhugaverðustu fornleifarannsókna á heimsvísu í fyrra. Í umsögn sérfræðinga Archaeofeed, sem stóð að útnefningunni, kom fram að rannsóknir Bjarna hefðu líklega leitt í ljós elstu merki um landnám á Íslandi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Sjá meira