Líklega elstu merki um landnám á Íslandi Kristinn Ingi Jónsson skrifar 7. júní 2017 07:00 Fornar rústir fundust fyrir tilviljun við gamla bæjarstæðið á Stöð árið 2003. Fornleifafræðingar rannsaka nú rústirnar. vísir/friðrik þór Fornleifarannsóknir á bænum Stöð í Stöðvarfirði hafa leitt í ljós að tveir skálar voru reistir þar á níundu og tíundu öld. Eldri skálinn er sennilega frá fyrri helmingi níundu aldar, frá því áratugum áður en Ingólfur Arnarson er sagður hafa numið Ísland, en líklegt þykir að hinn skálinn hafi verið byggður einhvern tímann á níundu eða tíundu öld. Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur, sem stýrir rannsóknunum, segir í samtali við Fréttablaðið að tilgáta rannsakenda sé sú að húsarústirnar á svæðinu hafi verið útstöð frá Skandinavíu eða öðrum norrænum byggðum á fyrri hluta níundu aldar. Þar hafi fólk dvalið áður en hefðbundið landnám hófst.Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur„Það er ekkert sem hefur breyst í þeim efnum enn þá. Við gerum allt til þess að reyna að afsanna tilgátu okkar en það hefur ekki tekist enn sem komið er,“ segir hann. Þess má geta að mannvistarleifar frá svipuðum tíma hafa áður fundist í Kvosinni í Reykjavík, í Höfnum á Reykjanesi og Húshólma við Krýsuvík. Fornleifarnar voru rannsakaðar í ágúst og september í fyrra og var markmiðið fyrst og fremst að staðfesta að skálar hefðu verið reistir á staðnum. Bjarni segir hins vegar að langtímamarkmiðið sé að komast að því hvort um hafi verið að ræða hefðbundið landnámsbýli eða útstöð skömmu fyrir landnámið. Í sumar verður svæðið, og þá sérstaklega skálarnir tveir, kannað nánar. „Við hófumst aftur handa 1. júní. Við lentum strax í úrhelli og fimbulkulda, en nú er þetta farið að skána og allt komið á fullt,“ segir hann en hópur fornleifafræðinga undir stjórn Bjarna verður að störfum út mánuðinn. Fornleifarannsóknir Bjarna hlutu fyrr á árinu viðurkenningu sem ein tuttugu áhugaverðustu fornleifarannsókna á heimsvísu í fyrra. Í umsögn sérfræðinga Archaeofeed, sem stóð að útnefningunni, kom fram að rannsóknir Bjarna hefðu líklega leitt í ljós elstu merki um landnám á Íslandi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Fornleifarannsóknir á bænum Stöð í Stöðvarfirði hafa leitt í ljós að tveir skálar voru reistir þar á níundu og tíundu öld. Eldri skálinn er sennilega frá fyrri helmingi níundu aldar, frá því áratugum áður en Ingólfur Arnarson er sagður hafa numið Ísland, en líklegt þykir að hinn skálinn hafi verið byggður einhvern tímann á níundu eða tíundu öld. Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur, sem stýrir rannsóknunum, segir í samtali við Fréttablaðið að tilgáta rannsakenda sé sú að húsarústirnar á svæðinu hafi verið útstöð frá Skandinavíu eða öðrum norrænum byggðum á fyrri hluta níundu aldar. Þar hafi fólk dvalið áður en hefðbundið landnám hófst.Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur„Það er ekkert sem hefur breyst í þeim efnum enn þá. Við gerum allt til þess að reyna að afsanna tilgátu okkar en það hefur ekki tekist enn sem komið er,“ segir hann. Þess má geta að mannvistarleifar frá svipuðum tíma hafa áður fundist í Kvosinni í Reykjavík, í Höfnum á Reykjanesi og Húshólma við Krýsuvík. Fornleifarnar voru rannsakaðar í ágúst og september í fyrra og var markmiðið fyrst og fremst að staðfesta að skálar hefðu verið reistir á staðnum. Bjarni segir hins vegar að langtímamarkmiðið sé að komast að því hvort um hafi verið að ræða hefðbundið landnámsbýli eða útstöð skömmu fyrir landnámið. Í sumar verður svæðið, og þá sérstaklega skálarnir tveir, kannað nánar. „Við hófumst aftur handa 1. júní. Við lentum strax í úrhelli og fimbulkulda, en nú er þetta farið að skána og allt komið á fullt,“ segir hann en hópur fornleifafræðinga undir stjórn Bjarna verður að störfum út mánuðinn. Fornleifarannsóknir Bjarna hlutu fyrr á árinu viðurkenningu sem ein tuttugu áhugaverðustu fornleifarannsókna á heimsvísu í fyrra. Í umsögn sérfræðinga Archaeofeed, sem stóð að útnefningunni, kom fram að rannsóknir Bjarna hefðu líklega leitt í ljós elstu merki um landnám á Íslandi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira