Innlent

Hættustigi lýst yfir um stund á Akureyrarflugvelli

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Akureyrarflugvöllur.
Akureyrarflugvöllur. vísir/völundur
Hættustigi var lýst yfir um stund á Akureyrarflugvelli eftir að tilkynnt var um reyk um borð í flugvél. Allt tiltækt lið lögreglu, slökkviliðs og sjúkraliðs var sent á staðinn en hættustigi var aflýst innan við hálftíma síðar.

Tilkynning barst um klukkan átta í morgun. Vélin, sem var á leið frá Reykjavík til Egilsstaða, lenti um klukkan 8.20 og voru 44 farþegar um borð. Flugslysaáætlun var í kjölfarið virkjuð og ákveðið að beina vélinni til Akureyrar.

Samkvæmt tilkynningu eru allir komnir úr vélinni og inn í flugstöð og ekki er talin frekari hætta á ferð. Farþegum verður boðin áfallahjálp en sjö manna áfallateymi Rauða krossins er á staðnum. Rannsókn er hafin á atvikinu.

Frétt uppfærð klukkan 8.50.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×