Lífið

Ótrúlegt myndband sem sýnir konu kafa í Silfru í bikiní

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rosalegt að sjá.
Rosalegt að sjá.
Kiki Bosch kafaði í Silfru í apríl síðastliðnum og það aðeins í bikiní. Það er Facebook-síðan Ocean Imaging sem deilir myndbandinu á Facebook og er þar sagt að um sé að ræða tærasta vatn veraldar, sem er sennilega rétt. Vatnið í Silfru er aðeins tvær gráður og er þetta stórhættulegt athæfi.

Silfru á Þingvöllum var til að mynda lokað í mars en það voru forsvarsmenn Þjóðgarðsins á Þingvöllum sem tóku þá ákvörðun að höfðu samráði við Samgöngustofu og lögregluyfirvöld.

Var þetta gert vegna alvarlegra slysa sem orðið höfðu við köfun og yfirborðsköfun í gjánni en til að mynda lést karlmaður á sjötugsaldri sem hafði verið að snorka í gjánni. Hann missti meðvitund og fékk hjartastopp.

Nokkur köfunarslys hafa átt sér stað í Silfru undanfarin ár. Hér að neðan má sjá þetta magnaða myndband.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×