Handbolti

Afturelding ætlar í Evrópukeppni næsta vetur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það verður nóg að gera hjá Pétri Júníussyni og félögum í Aftureldingu næsta vetur.
Það verður nóg að gera hjá Pétri Júníussyni og félögum í Aftureldingu næsta vetur. vísir/stefán
Afturelding hefur ákveðið að taka slaginn í Evrópukeppni í handboltanum næsta vetur.

Þetta staðfestir Ásgeir Sveinsson, formaður meistaraflokksráðs Aftureldingar, við Mosfellingur.is.

Afturelding mun fara í EHF-bikarinn en þar fær liðið þátttökurétt þar sem það fékk silfur í bikarkeppninni. Valur vann bikarkeppnina en varð líka Íslandsmeistari þannig að Valsmenn geta farið í Meistaradeildina.

EHF-bikarinn er næststærsta Evrópukeppnin og talsvert sterkari keppni en Áskorendabikarinn sem Valsmenn tóku þátt í nýliðna leiktíð með frábærum árangri.

Það eru góð tíðindi fyrir íslenskan handbolta að lið séu farin að taka þátt í Evrópukeppnum af krafti á nýjan leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×