San Pablo vann alla þrjá leikina í einvíginu og leikur því í efstu deild á næsta tímabili.
Ægir spilaði í rúmar 20 mínútur í kvöld. Hann hitti aðeins úr einu af sex skotum sínum í leiknum og endaði með tvö stig. Ægir tók einnig tvö fráköst og gaf þrjár stoðsendingar.
Þegar ein mínúta og 15 sekúndur voru eftir var San Pablo fjórum stigum undir, 85-81, og útlitið því dökkt.
En Ægir og félagar gáfu í, skoruðu síðustu fimm stig leiksins og tryggðu sér sigurinn og sæti í efstu deild.
Vamoooooos!!!! Conseguidooo!!! Gracias a todos por este gran año!!! @CB_Miraflores
— Ægir Þór (@AegirThor29) June 9, 2017