Frá menntun til framtíðarstarfa Katrín Olga Jóhannesdóttir skrifar 30. maí 2017 07:00 Á Íslandi er atvinnuþátttaka með því hæsta sem gerist á heimsvísu, atvinnuleysi í lágmarki og hagvöxtur góður. Hingað streyma erlendir ferðamenn enda má fyrst og fremst rekja vinnuaflsaukningu og útflutningsvöxt undanfarinna ára til ferðaþjónustu. Víðsvegar í hinum þróaða heimi hefur hins vegar reynst erfitt að ná niður atvinnuleysi í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar. Rannsóknir hafa sýnt að vanabundin störf (e. routine jobs) eru líklegri til að hverfa í efnahagslegri lægð þar sem fyrirtæki leita nýrra leiða til að draga úr kostnaði með aukinni vélvæðingu. Fjöldi fólks situr eftir án atvinnu í kjölfar slíkra tímabila því störfin sem nú skapast krefjast færni sem samræmist ekki fyrri þjálfun. Því er ljóst að til að viðhalda sterkum hagvexti á Íslandi þurfum við að vera á tánum í síbreytilegum heimi. Á síðasta Viðskiptaþingi ræddum við um auðlindageirann sem hefur borið uppi hagvöxt Íslands. Við veltum því upp hvort yfir okkur hvíldi auðlindabölvun, þar sem ekki væri knýjandi þörf að horfa til annarra atvinnugreina hérlendis. Alþjóðavæðing hefur aukið samkeppni á milli landa og flutt vinnuaflsfrek störf til lágkostnaðarlanda. Störf sem sitja eftir í þróuðum löndum reyna nú í auknum mæli á sértæka færni sem erfitt er að vélvæða að fullu, bæði á sviði tækni og mannlegra samskipta. Samkeppni hefur aukist á alþjóðavísu um einstaklinga með rétta færni til að sinna slíkum störfum enda eru þau oftar en ekki háframleiðnistörf. Fyrirtæki koma sér að jafnaði fyrir þar sem mannauðinn er að finna og því snýr umræðan um menntun og þjálfun beint að samkeppnishæfni landa. Ef við hugum ekki að einstaklingum með færni í störf framtíðarinnar mun slíkt hamla hagvexti hér á landi. Umtalsverð tækifæri liggja því í einni af grunnstoðum samfélagsins; menntakerfinu. Niðurstöður samkeppnishæfnikönnunar á vegum IMD háskólans er að vænta á morgun. Samhliða birtingu gagna um samkeppnisstöðu Íslands standa Viðskiptaráð Íslands og Íslandsbanki fyrir opnum fundi um menntun og samkeppnishæfni mannauðs. Í gegnum árin hefur Ísland skorað misvel á alþjóðlega menntamælikvarða. Útgjöld til menntamála sem hlutfall af landsframleiðslu voru hæst hér á alþjóðavísu samkvæmt úttekt IMD í fyrra, þó við stöndum enn aftarlega í PISA könnunum. Þá vorum við í 24. sæti hvað varðar aðgang að færu vinnuafli samkvæmt stjórnendakönnun IMD. Vinnustaðir þurfa einnig að líta í eigin barm, því samkvæmt IMD sat Ísland í 43. sæti í fyrra hvað varðar áherslu á starfsmannaþjálfun. Í hröðum og tæknivæddum heimi styttist líftími lausna og verkferla þar sem tækninni fleygir fram á ógnarhraða. Því er bráðnauðsynlegt að við tryggjum starfsfólki áframhaldandi þjálfun eftir að formlegu námi lýkur. Framtíðin snýst um hugvit, þekkingu og þjónustu sem er alþjóðlega samkeppnisfær. Allt er þetta háð kraftmiklum mannauði. Við þurfum að vera óhrædd við að hugsa menntakerfið og samspil þess við atvinnulífið upp á nýtt til að tryggja hér áframhaldandi hagvöxt í tæknivæddum heimi. Við bjóðum ykkur að taka þátt í umræðunni á fundi Viðskiptaráðs Íslands og Íslandsbanka í Hörpu kl. 08:30 á morgun. Höfundur er formaður Viðskiptaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Olga Jóhannesdóttir Mest lesið Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi er atvinnuþátttaka með því hæsta sem gerist á heimsvísu, atvinnuleysi í lágmarki og hagvöxtur góður. Hingað streyma erlendir ferðamenn enda má fyrst og fremst rekja vinnuaflsaukningu og útflutningsvöxt undanfarinna ára til ferðaþjónustu. Víðsvegar í hinum þróaða heimi hefur hins vegar reynst erfitt að ná niður atvinnuleysi í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar. Rannsóknir hafa sýnt að vanabundin störf (e. routine jobs) eru líklegri til að hverfa í efnahagslegri lægð þar sem fyrirtæki leita nýrra leiða til að draga úr kostnaði með aukinni vélvæðingu. Fjöldi fólks situr eftir án atvinnu í kjölfar slíkra tímabila því störfin sem nú skapast krefjast færni sem samræmist ekki fyrri þjálfun. Því er ljóst að til að viðhalda sterkum hagvexti á Íslandi þurfum við að vera á tánum í síbreytilegum heimi. Á síðasta Viðskiptaþingi ræddum við um auðlindageirann sem hefur borið uppi hagvöxt Íslands. Við veltum því upp hvort yfir okkur hvíldi auðlindabölvun, þar sem ekki væri knýjandi þörf að horfa til annarra atvinnugreina hérlendis. Alþjóðavæðing hefur aukið samkeppni á milli landa og flutt vinnuaflsfrek störf til lágkostnaðarlanda. Störf sem sitja eftir í þróuðum löndum reyna nú í auknum mæli á sértæka færni sem erfitt er að vélvæða að fullu, bæði á sviði tækni og mannlegra samskipta. Samkeppni hefur aukist á alþjóðavísu um einstaklinga með rétta færni til að sinna slíkum störfum enda eru þau oftar en ekki háframleiðnistörf. Fyrirtæki koma sér að jafnaði fyrir þar sem mannauðinn er að finna og því snýr umræðan um menntun og þjálfun beint að samkeppnishæfni landa. Ef við hugum ekki að einstaklingum með færni í störf framtíðarinnar mun slíkt hamla hagvexti hér á landi. Umtalsverð tækifæri liggja því í einni af grunnstoðum samfélagsins; menntakerfinu. Niðurstöður samkeppnishæfnikönnunar á vegum IMD háskólans er að vænta á morgun. Samhliða birtingu gagna um samkeppnisstöðu Íslands standa Viðskiptaráð Íslands og Íslandsbanki fyrir opnum fundi um menntun og samkeppnishæfni mannauðs. Í gegnum árin hefur Ísland skorað misvel á alþjóðlega menntamælikvarða. Útgjöld til menntamála sem hlutfall af landsframleiðslu voru hæst hér á alþjóðavísu samkvæmt úttekt IMD í fyrra, þó við stöndum enn aftarlega í PISA könnunum. Þá vorum við í 24. sæti hvað varðar aðgang að færu vinnuafli samkvæmt stjórnendakönnun IMD. Vinnustaðir þurfa einnig að líta í eigin barm, því samkvæmt IMD sat Ísland í 43. sæti í fyrra hvað varðar áherslu á starfsmannaþjálfun. Í hröðum og tæknivæddum heimi styttist líftími lausna og verkferla þar sem tækninni fleygir fram á ógnarhraða. Því er bráðnauðsynlegt að við tryggjum starfsfólki áframhaldandi þjálfun eftir að formlegu námi lýkur. Framtíðin snýst um hugvit, þekkingu og þjónustu sem er alþjóðlega samkeppnisfær. Allt er þetta háð kraftmiklum mannauði. Við þurfum að vera óhrædd við að hugsa menntakerfið og samspil þess við atvinnulífið upp á nýtt til að tryggja hér áframhaldandi hagvöxt í tæknivæddum heimi. Við bjóðum ykkur að taka þátt í umræðunni á fundi Viðskiptaráðs Íslands og Íslandsbanka í Hörpu kl. 08:30 á morgun. Höfundur er formaður Viðskiptaráðs.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun