Erlent

WHO: Tóbaksneysla drepur sjö milljónir manna á ári

Atli Ísleifsson skrifar
Um 2030 verða rúmlega 80 prósent dauðsfallanna í þróunarlöndum.
Um 2030 verða rúmlega 80 prósent dauðsfallanna í þróunarlöndum. Vísir/AFP
Reykingar og önnur tóbaksnotkun veldur rúmlega sjö milljónum dauðsfalla á ári hverju. Auk þess skapar tóbaksframleiðslan mikil umhverfisvandamál.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO).

„Tóbak ógnar okkur öllum. Tóbak styrkir fátækt, dregur úr efnahagslegri framleiðni, stuðlar að verri matarvenjum og mengar loft innandyra,“ segir Margaret Chan, fráfarandi framkvæmdastjóri WHO.

Allt frá aldamótum hefur fjöldi dauðsfalla sem rakin eru til tóbaksnotkunar aukist úr fjórum í sjö milljónir sem þýðir að tóbak er mesti dauðavaldurinn sem hægt er að koma í veg fyrir.

„Um 2030 verða rúmlega 80 prósent dauðsfallanna í þróunarlöndum, sem að undanförnu hafa orðið æ mikilvægari markaðir fyrir tóbaksfyrirtækin sem hafa leitað þangað sem viðbrögð við strangari reglur í þróaðri löndum,“ segir í skýrslu WHO.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×