Erlent

Fellibylurinn Mora herjar á íbúa Bangladess

Atli Ísleifsson skrifar
Yfirvöld hafa opnað athvarf í skólum og opinberum byggingum fyrir íbúa á hamfarasvæðunum.
Yfirvöld hafa opnað athvarf í skólum og opinberum byggingum fyrir íbúa á hamfarasvæðunum. Vísir/AFP
Að minnsta kosti fimm manns eru látnir eftir að fellibylurinn Mora gekk á land í suðausturhluta Bangladess. Flestir hinna látnu urðu undir fallandi trjám í héruðunum Cox's Bazar og Rangamati.

Talsmenn yfirvalda segja að mörg hundruð bygginga hafi skemmst eða eyðilagst í óveðrinu. Þá hafa orðið skemmdir á flóttamannabúðum Rohingya-múslima sem hafa flúið nágrannaríkið Mjanmar.

Mora náði ströndinni um sex að morgni að staðartíma, eða um miðnætti að íslenskum tíma, milli hafnarborgarinnar Cox's Bazar og borgarinnar Chittagong, þar sem vindhviður náðu allt að 33 metrum á sekúndu.

Yfirvöld hafa opnað athvarf í skólum og opinberum byggingum fyrir íbúa á hamfarasvæðunum og er búið að aflýsa öllum flugferðum þaðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×