Enski boltinn

United ætlar sér að halda De Gea

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
David De Gea fagnar sigrinum í Evrópudeildinni en hann spilaði ekki í úrslitaleiknum.
David De Gea fagnar sigrinum í Evrópudeildinni en hann spilaði ekki í úrslitaleiknum. Vísir/Getty
Forráðamenn Manchester United telja góðar líkur á að markvörðurinn David De Gea verði áfram hjá félaginu, þrátt fyrir áhuga Real Madrid á honum. Þetta er fullyrt á fréttavef Sky Sports í dag.

Eins og frægt er munaði aðeins nokkrum mínútum að De Gea yrði seldur til Real Madrid í lok sumars 2015 og spænsku risarnir hafa síðan þá haft augastað á De Gea.

Hins vegar mun De Gea vera ánægður í Manchester og spenntur fyrir því að spila annað tímabil undir stjórn Jose Mourinho, ekki síst í Meistaradeild Evrópu en United tryggði sér þátttökurétt í henni með því að vinna Evrópudeild UEFA í vor.

De Gea á tvö ár eftir af samningi sínum við United og er hægt að framlengja hann um eitt ár. Hann kom við sögu í alls 45 leikjum með United á nýliðnu tímabili.

Real Madrid mætir um helgina Juventus í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×