Erlent

Tékkar drápu í á veitingastöðum í síðasta sinn í gær

Atli Ísleifsson skrifar
Um 28 prósent Tékka reykja og er hlutfallið aðeins hærra en meðaltalið í aðildarríkjum ESB.
Um 28 prósent Tékka reykja og er hlutfallið aðeins hærra en meðaltalið í aðildarríkjum ESB. Vísir/Getty
Reykingamenn í Tékklandi söfnuðust saman á veitingastöðum í gær til að reykja og drepa þar í sígarettum í síðasta sinn. Á miðnætti tóku gildi lög sem banna reykingar á veitinga- og skemmtistöðum í landinu.

Um 28 prósent Tékka reykja og er hlutfallið aðeins hærra en meðaltalið í aðildarríkjum ESB. Skoðanakannanir hafa sýnt að um þrír af hverjum fjórum Tékkum styðja bannið en aðrir segja að það muni ganga af tékkneskri barmenningu dauðri.

„Hvað einkennir tékknesku þjóðina? Bjór. Fólk hefur alltaf reykt á börum. Afi minn og frændi voru vanir að fara á barinn, reykja vindla, pípur og spila spil,“ segir Petr Samek á veitingastaðnum U Stary Svine.

Bjórneysla er hvergi meiri en í Tékklandi sé litið til höfðatölu og er áætlað að hver maður drekki að meðaltali 140 lítra af bjór á ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×