Enski boltinn

Lítur á Gylfa sem betri og ódýrari kost en Barkley

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gylfi hefur skorað níu mörk og gefið 13 stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni í vetur.
Gylfi hefur skorað níu mörk og gefið 13 stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni í vetur. vísir/getty
Tottenham hefur áhuga á að fá Gylfa Þór Sigurðsson aftur til liðsins frá Swansea City.

Samkvæmt heimildum Daily Mail lítur Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham, á Gylfa sem betri og ódýrari kost en Ross Barkley hjá Everton.

Pochettino er hrifinn af Barkley en 50 milljóna punda verðmiðinn sem Everton setur væntanlega á hann er fráhrindandi. Talið er að Gylfi fáist fyrir helmingi lægri upphæð.

Gylfi lék með Tottenham á árunum 2012-14 en var seldur rétt eftir að Pochettino tók við liðinu.

Argentínumaðurinn hefur sagt að það hafi verið mistök að selja Gylfa sem hefur verið besti leikmaður Swansea undanfarin þrjú tímabil.

Gylfi lék alls 83 leiki fyrir Tottenham og skoraði 13 mörk.


Tengdar fréttir

Gylfi til í að vera áfram hjá Swansea

Þó svo fjöldi liða sé að bera víurnar í Gylfa Þór Sigurðsson þá segist okkar maður alveg vera sáttur við að vera áfram hjá Swansea.

Gylfi komst hvorki í lið ársins hjá Carragher eða Neville

Gylfi Þór Sigurðsson var öðrum fremur maðurinn á bak við það að Swansea City hélt sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni en það var ekki nóg til að finna náð fyrir augum knattspyrnuspekinganna Gary Neville og Jamie Carragher.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×