Munu mæta tilraunum til einkavæðingar Keflavíkurflugvallar af fullum þunga Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. maí 2017 19:00 Bæði samgönguráðherra og ráðherra ferðamála, nýsköpunar- og iðnaðar hafa lýst áhuga á einkavæðingu Keflavíkurflugvallar eða að stækkun flugvallarins verði sett í einkaframkvæmd. Formaður Framsóknarflokksins segir að öllum tilraunum til einkavæðingar flugvallarins verði mætt af miklum þunga á Alþingi. Frá 2013 hefur Isavia fjárfest í uppbyggingu og stækkun Keflavíkurflugvallar fyrir 45 milljarða króna með lánum án ríkisábyrgðar sem hafa verið veðtryggð með rekstrartekjum flugvallarins. Í áliti meirihluta fjárlaganefndar Alþingis við um þingsályktun um fjármálaáætlun 2018-2022 sem birtist á föstudag segir: „Meirihlutinn telur (...) tímabært að opna umræðu um að ríkið leiti leiða til að umbreyta því fjármagni sem bundið er í mannvirkjum í flugstöðinni í Keflavík og nota það til átaks í endurbótum samgöngumannvirkja.“ Þetta þýðir, meirihlutinn telur tímabært að opna umræðu um sölu Keflavíkurflugvallar. Auk þessa álits hafa tveir ráðherrar í ríkisstjórninni talað með jákvæðum hætti um einkavæðingu Keflavíkurflugvallar eða að uppbygging flugvallarins verði sett í einkaframkvæmd. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra ferðamála, nýsköpunar og iðnaðar sagði til dæmis eftirfarandi á Alþingi 27. mars í umræðu um einkavæðingu Keflavíkurflugvallar „Það er mín skoðun og er áfram mín skoðun, að mjög kalli á mikla uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli fyrir tugi milljarða. Mér finnst því alveg spurning hvort sú uppbygging eigi að vera að öllu leyti á hendi ríkisins, það eru þá skattpeningar sem eru nýttir í það, eða hvort einhvers konar þolinmótt fjármagn megi komast þar að, eins og mér finnst líka allt í lagi í stórum vegaframkvæmdum, það er líka mín skoðun.“ Jón Gunnarsson var spurður í fréttum okkar 27. apríl hvort hann væri hlynntur einkavæðingu Keflavíkurflugvallar og sagði þá eftirfarandi: „Mér finnst það vera mjög sterkt sjónarmið, að það sé þess virði að skoða það, hvort það sé ástæða fyrir íslenska ríkið og íslenska þjóð að hafa bundna hér alla þá tugi milljarða sem hér liggja í fjárfestingum með þeim áhættum sem því fylgir að vera með fjárfestingar og lántökur í tengslum við það.“ Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir að öllum tilraunum til að einkavæða Keflavíkurflugvöll verði mætt af þunga á Alþingi. „Standi til að fara í masterplan Isavia og byggja upp fyrir jafnvel 100 milljarða króna til viðbótar þá er það umræða sem þarf að taka hvort íslenskir skattgreiðendur eigi að bera ábyrgð á slíkri uppbyggingu en að velta því fyrir sér á þessu stigi á meðan við höfum haft verulega fjármuni af þessari uppbyggingu, þjóðin, þá finnst okkur það mjög sérstakt að það eigi að fara a einkavæða þessa starfsemi núna,“ segir Sigurður Ingi. Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira
Bæði samgönguráðherra og ráðherra ferðamála, nýsköpunar- og iðnaðar hafa lýst áhuga á einkavæðingu Keflavíkurflugvallar eða að stækkun flugvallarins verði sett í einkaframkvæmd. Formaður Framsóknarflokksins segir að öllum tilraunum til einkavæðingar flugvallarins verði mætt af miklum þunga á Alþingi. Frá 2013 hefur Isavia fjárfest í uppbyggingu og stækkun Keflavíkurflugvallar fyrir 45 milljarða króna með lánum án ríkisábyrgðar sem hafa verið veðtryggð með rekstrartekjum flugvallarins. Í áliti meirihluta fjárlaganefndar Alþingis við um þingsályktun um fjármálaáætlun 2018-2022 sem birtist á föstudag segir: „Meirihlutinn telur (...) tímabært að opna umræðu um að ríkið leiti leiða til að umbreyta því fjármagni sem bundið er í mannvirkjum í flugstöðinni í Keflavík og nota það til átaks í endurbótum samgöngumannvirkja.“ Þetta þýðir, meirihlutinn telur tímabært að opna umræðu um sölu Keflavíkurflugvallar. Auk þessa álits hafa tveir ráðherrar í ríkisstjórninni talað með jákvæðum hætti um einkavæðingu Keflavíkurflugvallar eða að uppbygging flugvallarins verði sett í einkaframkvæmd. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra ferðamála, nýsköpunar og iðnaðar sagði til dæmis eftirfarandi á Alþingi 27. mars í umræðu um einkavæðingu Keflavíkurflugvallar „Það er mín skoðun og er áfram mín skoðun, að mjög kalli á mikla uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli fyrir tugi milljarða. Mér finnst því alveg spurning hvort sú uppbygging eigi að vera að öllu leyti á hendi ríkisins, það eru þá skattpeningar sem eru nýttir í það, eða hvort einhvers konar þolinmótt fjármagn megi komast þar að, eins og mér finnst líka allt í lagi í stórum vegaframkvæmdum, það er líka mín skoðun.“ Jón Gunnarsson var spurður í fréttum okkar 27. apríl hvort hann væri hlynntur einkavæðingu Keflavíkurflugvallar og sagði þá eftirfarandi: „Mér finnst það vera mjög sterkt sjónarmið, að það sé þess virði að skoða það, hvort það sé ástæða fyrir íslenska ríkið og íslenska þjóð að hafa bundna hér alla þá tugi milljarða sem hér liggja í fjárfestingum með þeim áhættum sem því fylgir að vera með fjárfestingar og lántökur í tengslum við það.“ Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir að öllum tilraunum til að einkavæða Keflavíkurflugvöll verði mætt af þunga á Alþingi. „Standi til að fara í masterplan Isavia og byggja upp fyrir jafnvel 100 milljarða króna til viðbótar þá er það umræða sem þarf að taka hvort íslenskir skattgreiðendur eigi að bera ábyrgð á slíkri uppbyggingu en að velta því fyrir sér á þessu stigi á meðan við höfum haft verulega fjármuni af þessari uppbyggingu, þjóðin, þá finnst okkur það mjög sérstakt að það eigi að fara a einkavæða þessa starfsemi núna,“ segir Sigurður Ingi.
Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira