Körfubolti

Stjórnvöld í Tyrklandi létu hirða vegabréfið af NBA-stjörnu

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Kanter ásamt Russel Westbrook í leik í vetur.
Kanter ásamt Russel Westbrook í leik í vetur. Vísir/Getty
Enes Kanter, miðherji Oklahoma City Thunder, lenti í heldur óskemmtilegu atviki á ferðalagi sínu um Evrópu á dögunum er rúmnesk yfirvöld tóku af honum vegabréfið og kröfðust þess að honum yrði haldið á flugvelli í Búkarest.

Kanter er á ferðalagi um heiminn til að kynna stofnun sína, Light Foundation en hefur tekið þátt í ýmsum viðburðum á vegum stofnunarinnar á ferðalagi sínu um heiminn til þess að hjálpa við að fæða og klæða þá sem ekki hafa efni á því.

Er hann kom til Búkarest frá Filippseyjum var hann stöðvaður af yfirvöldum og sagt að taka ætti af honum vegabréfið en hann þurfti þess vegna að stöðva ferðalag sitt um heiminn.

Þar sem Kanter er með græna kortið (e. green card) þá tókst NBA-deildinni að koma honum aftur til Bandaríkjanna í gegnum London en hann ræddi þetta við fjölmiðlamenn við komuna.

Kanter hefur ekki farið í felur með skoðanir sínar á forseta Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan en hann hefur líkt honum við verstu einræðisherra mannkynssögunar.

Hefur hann fyrir vikið ekki leikið fyrir tyrkneska landsliðið en fjölskylda hans hefur hafnað honum og hefur hann fengið líflátshótanir fyrir skoðanir sínar.

„Okkur var haldið þarna í nokkra klukkutíma af lögregluþjónum. Eina ástæðan fyrir þessu eru pólitískar skoðanir mínar og sá sem stendur á bak við þetta er Erdogan, forseti Tyrklands.“

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×