Innlent

Keypti sér þríhjól með aukasæti og býður stelpunum á rúntinn

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Sigmundur segist hjóla meira með hækkandi sól og ekki spillir fyrir að geta boðið gesti með í bíltúr.
Sigmundur segist hjóla meira með hækkandi sól og ekki spillir fyrir að geta boðið gesti með í bíltúr.
Sigmundur Friðriksson , 84 ára í Reykjanesbæ, dó ekki ráðalaus þegar hann fann að hann var orðinn fótafúinn og átti erfitt með gang.

Hann brá á það ráð að panta sér þríhjól með auka sæti svo hann gæti boðið stelpunum á hjúkrunarheimilinu á rúntinn.

Sigmundur býr á Hrafnistu á Nesvöllum í Reykjanesbæ. Nýja hjólið hefur gefið honum nýtt líf enda þeysist hann um allt á þessu flotta hjóli sem hann pantaði í gegnum netið frá Bandaríkjunum.

Rætt var við Sigmund í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×