Enski boltinn

Græddu pening þegar Terry var tekinn af velli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
John Terry fer af velli á 26. mínútu.
John Terry fer af velli á 26. mínútu. Vísir/Getty
Enginn hefur líklega náð að enda ferill sinn hjá félag í ensku úrvalsdeildinni eins og John Terry gerði í gær. Það voru samt einhverjir klókir sem sáu þetta fyrir.

Terry hefur spilað í treyju númer 26 hjá Chelsea og hann var tekinn af velli á 26. mínútu á móti Sunderland á Stamford Bridge í sínum síðasta leik.

Einhverjum fannst þetta nú of farsakennt fyrir ensku úrvalsdeildina því ekki batnaði það þegar leikmenn Cheslea stöðu heiðursvörð þegar Terry gekk af velli.

Í leikslok lyfti John Terry Englandsbikarnum ásamt Gary Cahill sem mun nú taka við fyrirliðabandinu af honum.

BBC hefur það eftir einum veðbanka að hann hafi borgað þremur út fyrir að veðja á það að Terry yrði tekinn af velli á 26. mínútu leiksins. Einn þeirra setti 25 pund undir og vann 2500 pund eða 325 þúsund krónur.

Terry viðurkenndi það eftir leikinn að þetta hafi verið hans hugmynd og að knattspyrnustjórinn Antonio Conte hafi tekið vel í þetta.

John Terry er sannkölluð goðsögn hjá Chelsea enda var þetta leikur númer 717 fyrir félagið. Hann spilað sitt fyrsta tímabil á síðustu öld (1998-99) og hefur verið fyrirliði í að verða þrettán ár. Hann var þarna að taka við Englandsbikarnum í fimmta sinn á ferlinum.

Leikurinn á sunnudaginn skipti engu máli fyrir deildina enda Chelsea orðið enskur meistari og Sunderland fallið en leikurinn var samt síðasti leikur Chelsea fyrir bikarúrslitaleikinn á móti Arsenal sem fram fer um næstu helgi.

Hvort Chelsea hafi skapað hefð með kveðjustund Terry er nú ekki mjög líklegt. Terry er enginn venjulegur leikmaður og menn virðast vera sammála því að hann hafi átt skilið mjög sérstakan kveðjuleik.


Tengdar fréttir

Terry gæti lagt skóna á hilluna

John Terry, fyrirliði Chelsea, er að spila sína síðustu leiki fyrir félagið og það gætu orðið síðustu leikirnir á hans ferli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×