Enski boltinn

Everton náð samkomulagi við Swansea | Launakröfur Gylfa flækja málin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gylfi var valinn leikmaður ársins hjá Swansea.
Gylfi var valinn leikmaður ársins hjá Swansea. vísir/getty
Everton hefur náð samkomulagi við Swansea City um kaup á Gylfa Þór Sigurðssyni. Launakröfur íslenska landsliðsmannsins gætu þó sett strik í reikninginn.

Mirror greinir frá því að kauptilboðið hafi hljóðað upp á 25 milljónir punda.

Gylfi fær 80.000 pund í vikulaun hjá Swansea en hann ku vilja umtalsverða launahækkun ef hann fer til Everton. Í frétt Mirror segir að Gylfi vilji fá 120.000 pund í vikulaun hjá Everton.

Gylfi var besti leikmaður Swansea á síðasta tímabili. Íslenski landsliðsmaðurinn skoraði níu mörk og gaf 13 stoðsendingar og átti stærstan þátt í því að Swansea hélt sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni.

Frammistaða Gylfa vakti athygli liða á borð við Everton, Southampton og Tottenham en svo virðist sem fyrstnefnda liðið hafi unnið kapphlaupið um hann.


Tengdar fréttir

Gylfi til í að vera áfram hjá Swansea

Þó svo fjöldi liða sé að bera víurnar í Gylfa Þór Sigurðsson þá segist okkar maður alveg vera sáttur við að vera áfram hjá Swansea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×