Þjórfé er sannarlega skattskylt Jakob Bjarnar skrifar 23. maí 2017 15:04 Launafólki ber að telja þjórfé fram í skattaskýrslum sínum, að sögn Skúla Eggerts ríkisskattstjóra. Að sögn Skúla Eggerts Þórðarsonar ríkisskattstjóra ber að telja þjórfé fram. Um skattskyldar tekjur er fjallað í 7. og 8. grein laga nr. 90/2003, um tekjuskatt. „Almennt má segja að til skattskyldra tekna teljist hvers konar gæði, arður, laun og hagnaður sem skattaðila hlotnast og metin verða til peningaverðs og skiptir ekki máli hvaðan þær stafa eða í hvaða formi þær eru. Þjórfé sem launamanni er gefið af viðskiptavinum teljast til skattskyldra tekna sem gjöf samkvæmt 4. töluliðs A-liðar 7. greinar laganna. Ber launamanni að gera grein fyrir þessum tekjum í skattframtali sínu.“Reiðir þeim sem vara ferðamenn við að gefa þjórfé Skúli Eggert segir þetta tiltölulega nýlega til komið, að skattayfirvöld þurfi að líta til þessa með auknum straumi ferðamanna. Ekki er hægt að segja til um hvort þetta er að skila sér í ríkissjóð, vegna þess sem áður sagði, að þetta er ekki skýrt í framtali og fer inn, eða á að fara inn, sem gjöf. Og þar getur því verið um fleira að ræða en þjórfé. Reglulega sprettur upp fjörleg umræða um tips, eða þjórfé, í Facebookhópnum Bakland ferðaþjónustunnar. Þar stingur á stundum niður penna einhver sá sem starfar við ferðaþjónustu og er ævareiður vegna þess að einhver hafi varað ferðamenn við því að gefa tips; þjórfé hafi ekki tíðkast hér og sé reiknað inn í laun starfsmanna. En af skrifunum má helst ráða að ýmsir reiði sig á þjórfé. Mjög skiptar skoðanir eru um þetta en flestir eru á því, á þeim vettvangi, að þeim sem starfi við ferðaþjónustu sé ekki of gott að fá þjórfé. En, svo eru aðrir sem hreinlega vara við því eins og fram kom í frétt Vísis fyrir um ári en þar greinir frá því að Friðrik Pálsson, hótelstjóri Hótels Rangár sé hreinlega á móti því: „Það fer mjög í taugarnar á mér að við séum að innleiða einhverskonar þjórfjármenningu hér á landi. Ég er algjörlega á móti þjórfé,“ sagði Friðrik.Engin hefð fyrir þjórfé á Íslandi Skúli Eggert segir það rétt, að ekki sé hefð fyrir þjórfé á Íslandi. Og ef Íslendingar fari út að borða á Norðurlöndum, þá detti honum ekki í hug að gefa þjórfé meðan ekki er um annað að ræða á Bretlandi, í Bandaríkjunum að ekki sé talað um í sunnanverðri Evrópu. Hins vegar virðist afstaðan nú tvíbent. Og ekki hægt að segja til um hvort Íslendingar eru duglegir að telja slíkar tekjur fram eða hvort þeir hafi mikinn áhuga á því að vita hvort svo beri að gera. En, það er yfir vafa hafið, hvort sem menn eru launamenn eða í sjálfstæðum rekstri. „Láti viðskiptavinur þjórfé af hendi rakna með því að hækka kortagreiðslu vegna kaupa á vörum eða þjónustu ber rekstraraðila að færa það sem umfram er hans sölufjárhæð til skuldar við launamenn sína - sem hann síðan útdeilir eftir þeim reglum sem hver og einn hefur um það. Þannig blandast þjórfé í raun ekkert inn í reksturinn að öðru leyti en því að launagreiðanda ber að veita upplýsingar um þessar greiðslur í árlegum gagnaskilum í janúar,“ segir Skúli Eggert ríkisskattstjóri. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Sjá meira
Að sögn Skúla Eggerts Þórðarsonar ríkisskattstjóra ber að telja þjórfé fram. Um skattskyldar tekjur er fjallað í 7. og 8. grein laga nr. 90/2003, um tekjuskatt. „Almennt má segja að til skattskyldra tekna teljist hvers konar gæði, arður, laun og hagnaður sem skattaðila hlotnast og metin verða til peningaverðs og skiptir ekki máli hvaðan þær stafa eða í hvaða formi þær eru. Þjórfé sem launamanni er gefið af viðskiptavinum teljast til skattskyldra tekna sem gjöf samkvæmt 4. töluliðs A-liðar 7. greinar laganna. Ber launamanni að gera grein fyrir þessum tekjum í skattframtali sínu.“Reiðir þeim sem vara ferðamenn við að gefa þjórfé Skúli Eggert segir þetta tiltölulega nýlega til komið, að skattayfirvöld þurfi að líta til þessa með auknum straumi ferðamanna. Ekki er hægt að segja til um hvort þetta er að skila sér í ríkissjóð, vegna þess sem áður sagði, að þetta er ekki skýrt í framtali og fer inn, eða á að fara inn, sem gjöf. Og þar getur því verið um fleira að ræða en þjórfé. Reglulega sprettur upp fjörleg umræða um tips, eða þjórfé, í Facebookhópnum Bakland ferðaþjónustunnar. Þar stingur á stundum niður penna einhver sá sem starfar við ferðaþjónustu og er ævareiður vegna þess að einhver hafi varað ferðamenn við því að gefa tips; þjórfé hafi ekki tíðkast hér og sé reiknað inn í laun starfsmanna. En af skrifunum má helst ráða að ýmsir reiði sig á þjórfé. Mjög skiptar skoðanir eru um þetta en flestir eru á því, á þeim vettvangi, að þeim sem starfi við ferðaþjónustu sé ekki of gott að fá þjórfé. En, svo eru aðrir sem hreinlega vara við því eins og fram kom í frétt Vísis fyrir um ári en þar greinir frá því að Friðrik Pálsson, hótelstjóri Hótels Rangár sé hreinlega á móti því: „Það fer mjög í taugarnar á mér að við séum að innleiða einhverskonar þjórfjármenningu hér á landi. Ég er algjörlega á móti þjórfé,“ sagði Friðrik.Engin hefð fyrir þjórfé á Íslandi Skúli Eggert segir það rétt, að ekki sé hefð fyrir þjórfé á Íslandi. Og ef Íslendingar fari út að borða á Norðurlöndum, þá detti honum ekki í hug að gefa þjórfé meðan ekki er um annað að ræða á Bretlandi, í Bandaríkjunum að ekki sé talað um í sunnanverðri Evrópu. Hins vegar virðist afstaðan nú tvíbent. Og ekki hægt að segja til um hvort Íslendingar eru duglegir að telja slíkar tekjur fram eða hvort þeir hafi mikinn áhuga á því að vita hvort svo beri að gera. En, það er yfir vafa hafið, hvort sem menn eru launamenn eða í sjálfstæðum rekstri. „Láti viðskiptavinur þjórfé af hendi rakna með því að hækka kortagreiðslu vegna kaupa á vörum eða þjónustu ber rekstraraðila að færa það sem umfram er hans sölufjárhæð til skuldar við launamenn sína - sem hann síðan útdeilir eftir þeim reglum sem hver og einn hefur um það. Þannig blandast þjórfé í raun ekkert inn í reksturinn að öðru leyti en því að launagreiðanda ber að veita upplýsingar um þessar greiðslur í árlegum gagnaskilum í janúar,“ segir Skúli Eggert ríkisskattstjóri.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent