Enski boltinn

Sami Hyypia: Gylfi er nógu góður til að spila með Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson í leik á móti Liverpool í janúar.
Gylfi Þór Sigurðsson í leik á móti Liverpool í janúar. Vísir/EPA
Gylfi Þór Sigurðsson stóð sig frábærlega með liði Swansea City í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu og það er ekki síst honum að þakka að velska liðið spilar áfram í deild þeirra bestu.

Einn af þeim mörgu sem hafa hrifist af íslenska landsliðsmanninum er Sami Hyypia, fyrrum fyrirliði Liverpool.

„Sigurðsson er góður leikmaður. Það er talað um að hann verði ekki áfram hjá Swansea á næsta tímabili og ég tel að hann hafi gæðin til að spila í betra liði. Föstu leikatriðin og skotin hans eru ótrúleg," sagði Hyypia í viðtalið við íslensku netsíðuna Fótbolta.net.

Hyypia er á Íslandi þar sem hann er heiðursgestur á árshátíð Liverpoolklúbbsins á morgun. Hann sér Gylfa fyrir sér hjá sterkara liði.

„Ég tel að hann hafi gæðin til að spila með Liverpool. Þegar leikmenn fara í betra lið þurfa þeir að hugsa um það að spila. Ef einhver fer til Barcelona, mun hann spila eða vera á bekknum? Það er stór munur,“ sagði Hyypia í fyrrnefndu viðtali og Finninn vonast til að sjá Gylfa spila með öðru liði á næsta tímabili.

Það er hægt að lesa meira um ummæli Sami Hyypia um Gylfa með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×